Grosjean bannað að keppa á Ítalíu Birgir Þór Harðarson skrifar 2. september 2012 16:38 Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum. Þá þarf Grosjean að greiða 50.000 punda sekt, jafngildi um það bil 7,5 milljóna króna. Dómarar mótsins í dag töldu Grosjean ekki hafa gefið Lewis Hamilton nógu mikið pláss á brautinni þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu beygju mótsins. Það varð til þess að Hamilton ók aftan á Lotus-bílinn. Grosjean missti stjórn á bíl sínum sem fór utan í bíl Alonso. Alonso var heppinn að Lotus-bíllinn færi ekki höfuðið á honum. Það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að það hefði gerst. Lewis Hamilton var handviss frá því að hann stóð upp úr bílnum að Grosjean bæri ábyrgð á slysinu. Hann benti honum á það frá upphafi en Grosjean var óviss og vildi meina að erfitt væri að kenna nokkrum um. Þriðji ökuþór Lotus-liðsins, Belginn Jerome d'Ambrosio, mun að öllum líkindum aka Lotus-bílnum í næsta kappakstri sem fram fer eftir viku á hinni sögufrægu Monza-braut á Ítalíu. Þá mun bannið hafa mikil áhrif á stöðu Lotus-liðsins í titilbaráttu bílasmiða þar sem hvert stig telur. Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Romain Grosjean, ökumaður Lotus í Formúlu 1, hefur hlotið eins móts bann fyrir að vera valdur af hörðum árekstri í upphafi belgíska kappakstursins í dag. Fernando Alonso, Lewis Hamilton og Sergio Perez, auk Grosjean, komust ekki í gegnum fyrstu beygju í kappakstrinum. Þá þarf Grosjean að greiða 50.000 punda sekt, jafngildi um það bil 7,5 milljóna króna. Dómarar mótsins í dag töldu Grosjean ekki hafa gefið Lewis Hamilton nógu mikið pláss á brautinni þegar þeir bremsuðu fyrir fyrstu beygju mótsins. Það varð til þess að Hamilton ók aftan á Lotus-bílinn. Grosjean missti stjórn á bíl sínum sem fór utan í bíl Alonso. Alonso var heppinn að Lotus-bíllinn færi ekki höfuðið á honum. Það munaði aðeins fáeinum sentimetrum að það hefði gerst. Lewis Hamilton var handviss frá því að hann stóð upp úr bílnum að Grosjean bæri ábyrgð á slysinu. Hann benti honum á það frá upphafi en Grosjean var óviss og vildi meina að erfitt væri að kenna nokkrum um. Þriðji ökuþór Lotus-liðsins, Belginn Jerome d'Ambrosio, mun að öllum líkindum aka Lotus-bílnum í næsta kappakstri sem fram fer eftir viku á hinni sögufrægu Monza-braut á Ítalíu. Þá mun bannið hafa mikil áhrif á stöðu Lotus-liðsins í titilbaráttu bílasmiða þar sem hvert stig telur.
Formúla Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti Guðrún Karítas bætti tvö met tvisvar á sama kvöldinu Sport Fleiri fréttir McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira