Kristján Þór á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 18 holurnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2012 13:39 Kristján Þór Einarsson. Mynd/GVA Keilismaðurinn Kristján Þór Einarsson er með tveggja högga forystu eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Strákarnir eru því á leiðinni út aftur á eftir. Kristján Þór er að spila mjög vel en hann lék fyrstu 18 holurnar á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Einar Haukur Óskarsson úr Keili er í öðru sæti á parinu og í 3. sætinu er Magnús Lárusson úr Kili á einu höggi yfir pari. Kristján Þór fékk fimm fugla á hringnum og einn af þremur skollum hans var á 18. holunni. Hann tapaði líka höggi á 2. og 11. holunni en annars var hann í feiknaformi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur er ekki með í mótinu því hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum.Staðan eftir 18 holur hjá körlunum: 1. Kristján Þór Einarsson, GK -2 2. Einar Haukur Óskarsson, GK Par 3. Magnús Lárusson, GKJ +1 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2 4. Arnar Snær Hákonarson GR +2 6. Hlynur Geir Hjartarson, GOS +4 6. Kjartan Dór Kjartansson, GKG +4 6. Örvar Samúelsson, GA +4 6. Gísli Sveinbergsson, GK +4 10. Tryggvi Pétursson, GR +5 Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keilismaðurinn Kristján Þór Einarsson er með tveggja högga forystu eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Strákarnir eru því á leiðinni út aftur á eftir. Kristján Þór er að spila mjög vel en hann lék fyrstu 18 holurnar á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Einar Haukur Óskarsson úr Keili er í öðru sæti á parinu og í 3. sætinu er Magnús Lárusson úr Kili á einu höggi yfir pari. Kristján Þór fékk fimm fugla á hringnum og einn af þremur skollum hans var á 18. holunni. Hann tapaði líka höggi á 2. og 11. holunni en annars var hann í feiknaformi. Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur er ekki með í mótinu því hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum. Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum.Staðan eftir 18 holur hjá körlunum: 1. Kristján Þór Einarsson, GK -2 2. Einar Haukur Óskarsson, GK Par 3. Magnús Lárusson, GKJ +1 4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2 4. Arnar Snær Hákonarson GR +2 6. Hlynur Geir Hjartarson, GOS +4 6. Kjartan Dór Kjartansson, GKG +4 6. Örvar Samúelsson, GA +4 6. Gísli Sveinbergsson, GK +4 10. Tryggvi Pétursson, GR +5
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira