Golf

Ísland í 39. sæti fyrir lokadaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/GVA
HM kvenna stendur nú yfir í Tyrklandi og situr Ísland í 39. sæti af 53 keppnisþjóðum að loknum þremur keppnisdögum. Fjórði og síðasti hringurinn verður leikinn á morgun.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 76 höggum í dag eða fjórum höggum yfir pari. Valdís Þóra Jónsdóttir kom inn á 77 höggum og Guðrún Brá Björgvinsdóttir á 78 höggum. Íslenska sveitin lék því á samtals níu höggum yfir pari í dag og er samtals 22 höggum yfir pari.

Ólafía Þórunn er í 67.-72. sæti á samtals níu höggum yfir pari eftir hringina þrjá. Valdís Þóra er í 93.-97. á fjórtán yfir pari og Guðrún Brá er í 123.-128. sæti á 21 höggi yfir pari.

Suður-Kórea er langefst fyrir lokadaginn á tólf höggum undir pari. Ástralir koma næstir á fimm höggum undir pari vallarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×