Vasadiskó kveður X-ið 977 Birgir Örn Steinarsson skrifar 28. september 2012 11:17 Allt er breytingum háð og nú er komið að því að útvarpsþátturinn Vasadiskó kveðji útvarpsstöðina X-ið 977. Þátturinn varð til upp úr tónlistarbloggi þáttarstjórnanda fyrir einu og hálfi ári og hefur síðan þá hlotið þónokkra hlustun samkvæmt hlustandakönnunum. Margir góðir gestir hafa heimsótt þáttinn, innlendir sem erlendir, og shufflað Vasadiskóunum sínum (mp3 spilurum), spilað og sungið. Mörg lög sem síðar urðu þjóðþekkt voru frumflutt í þættinum auk þess sem þátturinn átti það til að vera fyrstur með fréttirnar, eins og þegar Botnleðja staðfesti endurkomu sína nokkrum mánuðum áður en þeir stigu á svið. Lokaþáttur Vasadiskó verður núna á sunnudag og verður þar skiljanlega flugeldasýning um hábjartan dag. Jónas Sig, Kiriyama Family, 1860 og Hjalti Jón Sverrisson hafa boðað komu sína. Allir ætla að mæta með hljóðfærin sín og spila eitt lag úr eigin lagabanka og eitt vel valið tökulag. Þátturinn á sunnudag verður klukkustund lengri en venjulega og stútfullur af gæða tónlist. Bæði verður spiluð ný tónlist að hætti þáttarins en auk þess verða leikin eldri og upptökur sem gerðar hafa verið í þættinum á líftíma hans. Þátturinn verður á dagskrá X-sins á sunnudag kl. 15. Alla þætti Vasadiskó frá upphafi má finna hér á Vísi.is. Fylgist með Vasadiskó áfram á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Allt er breytingum háð og nú er komið að því að útvarpsþátturinn Vasadiskó kveðji útvarpsstöðina X-ið 977. Þátturinn varð til upp úr tónlistarbloggi þáttarstjórnanda fyrir einu og hálfi ári og hefur síðan þá hlotið þónokkra hlustun samkvæmt hlustandakönnunum. Margir góðir gestir hafa heimsótt þáttinn, innlendir sem erlendir, og shufflað Vasadiskóunum sínum (mp3 spilurum), spilað og sungið. Mörg lög sem síðar urðu þjóðþekkt voru frumflutt í þættinum auk þess sem þátturinn átti það til að vera fyrstur með fréttirnar, eins og þegar Botnleðja staðfesti endurkomu sína nokkrum mánuðum áður en þeir stigu á svið. Lokaþáttur Vasadiskó verður núna á sunnudag og verður þar skiljanlega flugeldasýning um hábjartan dag. Jónas Sig, Kiriyama Family, 1860 og Hjalti Jón Sverrisson hafa boðað komu sína. Allir ætla að mæta með hljóðfærin sín og spila eitt lag úr eigin lagabanka og eitt vel valið tökulag. Þátturinn á sunnudag verður klukkustund lengri en venjulega og stútfullur af gæða tónlist. Bæði verður spiluð ný tónlist að hætti þáttarins en auk þess verða leikin eldri og upptökur sem gerðar hafa verið í þættinum á líftíma hans. Þátturinn verður á dagskrá X-sins á sunnudag kl. 15. Alla þætti Vasadiskó frá upphafi má finna hér á Vísi.is. Fylgist með Vasadiskó áfram á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira