Íslenska lögreglan hóf rannsókn á risavöxnu fíkniefnamáli Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 27. september 2012 20:00 Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. Í fyrstu varðist lögregla allra frétta af málinu en á þriðjudag greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá gríðarlegu umfangi þess og því að meintur höfuðpaur væri Íslendingurinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Í dag sendi lögreglan í Danmörku síðan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá málavöxtum. Ellefu manns eru í varðhaldi og þar af eru átta Íslendingar. Guðmundur Ingi, sem um tíma hefur verið búsettur á Spáni, er þar á meðal. Aðkoma dönsku lögreglunnar að málinu hófst í maímánuði og í marga mánuði var fylgst með mönnunum. Þegar lögregla komst á snoðir um að nokkrir í hópnum hefðu farið til Hollands til þess að undirbúa smyglferð var ákveðið að láta til skarar skríða, og þann sextánda ágúst var 54 ára gamall frá Síle með franskan ríkisborgararétt handtekinn á dönsku landamærunum. Í bifreið hans fundust 12 kíló af mjög hreinu amfetamíni. Til að vernda rannsóknarhagsmuni var ekkert greint frá málinu, enda vissi lögreglan af annarri fyrirhugaðri smyglferð. Þann þrettánda september voru tveir Íslendingar um tvítugt stöðvaðir skömmu eftir komuna til Danmerkur frá Hollandi. Í bifreið þeirra fannst enn meira magn, eða 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af alsælu. Á sama tíma var Guðmundur Ingi handtekinn ásamt þremur öðrum íslendingum, 49, 34 og 28 ára að aldri. Enn hafði ekkert verið greint frá þessum handtökum enda átti lögreglan eftir að handtaka fjóra menn til viðbótar næstu daga. Þar á meðal 39 ára gamlan mann frá Síle, en sá er með íslenskan ríkisborgararétt, hinir eru Danir. Danski lögregluforinginn Steffen Thaaning Steffensen fer fyrir rannsókn málsins í Danmörku. Í samtali við fréttastofu segir hann samstarfið við Íslensku lögregluna hafa verið með miklum ágætum. Það var enda hér á landi sem málið hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan en lögreglan hafði umrædda menn grunaða um að skipuleggja innflutning og dreifingu á fíkniefnum í stórum stíl „Sem kemur í ljós að tengist nokkrum evrópulöndum, þar á meðal Íslandi og Danmörku," sagði Steffen. Málið hefur einnig tengt anga sína til Svíþjóðar og Noregs, en þar var áttundi Íslendingurinn handtekinn á dögunum. Karl Steinar segir að hvað varði fíkniefnin sem fundust í Danmörku sé óljóst hvar endastöð þeirra hafi verið ,eða hvort hluti þeirra hafi átt að koma hingað til lands. Það er hluti af því sem lögreglan rannsakar núna og verður að koma í ljós á seinni stigum hvar hvað átti að enda að sögn Karls. Eins og áður sagði hefur meintur höfuðpaur málsins lengi verið búsettur erlendis en hvað með hina Íslendingana? „Flestir hafa verið búsettir erlendis en ekki allir," svarar Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars er rannsókn málsins í fullum gangi, frumkvæðið sé hjá Dönum en að Íslenska lögreglan veiti aðstoð eftir því sem þurfa þykir. Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Það var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sem hóf rannsóknina sem endaði með því að umsvifamikill fíkniefnahringur var upprættur í Danmörku. Átta Íslendingar sitja nú í gæsluvarðhaldi í Kaupmannahöfn vegna málsins, grunaðir um smygl á um 35 kílóum af amfetamíni. Í fyrstu varðist lögregla allra frétta af málinu en á þriðjudag greindi fréttastofa Stöðvar 2 frá gríðarlegu umfangi þess og því að meintur höfuðpaur væri Íslendingurinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, sem áður hefur verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl. Í dag sendi lögreglan í Danmörku síðan frá sér tilkynningu þar sem greint er frá málavöxtum. Ellefu manns eru í varðhaldi og þar af eru átta Íslendingar. Guðmundur Ingi, sem um tíma hefur verið búsettur á Spáni, er þar á meðal. Aðkoma dönsku lögreglunnar að málinu hófst í maímánuði og í marga mánuði var fylgst með mönnunum. Þegar lögregla komst á snoðir um að nokkrir í hópnum hefðu farið til Hollands til þess að undirbúa smyglferð var ákveðið að láta til skarar skríða, og þann sextánda ágúst var 54 ára gamall frá Síle með franskan ríkisborgararétt handtekinn á dönsku landamærunum. Í bifreið hans fundust 12 kíló af mjög hreinu amfetamíni. Til að vernda rannsóknarhagsmuni var ekkert greint frá málinu, enda vissi lögreglan af annarri fyrirhugaðri smyglferð. Þann þrettánda september voru tveir Íslendingar um tvítugt stöðvaðir skömmu eftir komuna til Danmerkur frá Hollandi. Í bifreið þeirra fannst enn meira magn, eða 22 kíló af amfetamíni og 600 grömm af alsælu. Á sama tíma var Guðmundur Ingi handtekinn ásamt þremur öðrum íslendingum, 49, 34 og 28 ára að aldri. Enn hafði ekkert verið greint frá þessum handtökum enda átti lögreglan eftir að handtaka fjóra menn til viðbótar næstu daga. Þar á meðal 39 ára gamlan mann frá Síle, en sá er með íslenskan ríkisborgararétt, hinir eru Danir. Danski lögregluforinginn Steffen Thaaning Steffensen fer fyrir rannsókn málsins í Danmörku. Í samtali við fréttastofu segir hann samstarfið við Íslensku lögregluna hafa verið með miklum ágætum. Það var enda hér á landi sem málið hófst fyrir um fimmtán mánuðum síðan en lögreglan hafði umrædda menn grunaða um að skipuleggja innflutning og dreifingu á fíkniefnum í stórum stíl „Sem kemur í ljós að tengist nokkrum evrópulöndum, þar á meðal Íslandi og Danmörku," sagði Steffen. Málið hefur einnig tengt anga sína til Svíþjóðar og Noregs, en þar var áttundi Íslendingurinn handtekinn á dögunum. Karl Steinar segir að hvað varði fíkniefnin sem fundust í Danmörku sé óljóst hvar endastöð þeirra hafi verið ,eða hvort hluti þeirra hafi átt að koma hingað til lands. Það er hluti af því sem lögreglan rannsakar núna og verður að koma í ljós á seinni stigum hvar hvað átti að enda að sögn Karls. Eins og áður sagði hefur meintur höfuðpaur málsins lengi verið búsettur erlendis en hvað með hina Íslendingana? „Flestir hafa verið búsettir erlendis en ekki allir," svarar Karl Steinar. Að sögn Karls Steinars er rannsókn málsins í fullum gangi, frumkvæðið sé hjá Dönum en að Íslenska lögreglan veiti aðstoð eftir því sem þurfa þykir.
Fluttu inn amfetamín frá Danmörku Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira