Evrópa hélt Ryder-bikarnum eftir ótrúlega endurkomu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. september 2012 22:34 Kaymer fagnar púttinu sínu á átjándu. Nordic Photos / Getty Images Evrópa vann í dag ótrúlegan sigur í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Keppnislið Evrópu fékk fjórtán og hálfan vinning og vann því bandaríska liðið með minnsta mun. Bandaríkin hafði væna forystu, 10-6, þegar tvímenningurinn hófst í dag og lengi vel leit út fyrir að Evrópumenn myndu ekki ná að ógna forystunni að nokkru ráði. En hver Evrópumaðurinn á fætur öðrum reyndist sterkari á síðustu holunum og söxuðu þeir á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Francesco Molinari tryggði Evrópu svo sigurinn með því að halda jöfnu gegn Tiger Woods í síðustu viðureigninni í tvímenningi. Reyndar hefði jafntefli, 14-14, dugað Evrópu til að halda bikarnum þar sem Evrópumenn voru handhafar bikarsins. Það kom í hlut Þjóðverjans Martin Kaymer að tryggja fjórtánda stigið og gerði hann það með rúmlega tveggja metra pútti á átjándu holu í viðureign sinni gegn Steve Stricker. Kaymer sýndi stáltaugar þegar hann setti púttið niður og eftir það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Evrópumanna á vellinum. Tiger átti sigurinn vísan í sinni viðureign en missti stutt pútt og gaf svo Molinari sigurinn. Tiger átti skelfilega helgi og fékk aðeins hálfan vinning af fjórum mögulegum. „Þetta var ólýsanlegt," sagði Kaymer eftir sigurinn. „Ég var afar taugaóstyrkur á síðustu 2-3 holunum. Olazabal [fyrirliði Evrópu] kom til mín og sagði að við þyrftum stigið mitt til að halda bikarnum. Ég elska þá tilfinningu." „Það er ekki hægt að bera þetta saman við pressuna sem fylgir því að vinna stórmót. Það vinnur maður fyrir sjálfan sig. En í dag heyrði ég í liðinu mínu og öllu fólkinu. Tímabilið hefur ekki verið gott hjá mér en dagurinn var góður fyrir sjálfstraustið mitt." Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Evrópa vann í dag ótrúlegan sigur í Ryder-bikarkeppninni í golfi. Keppnislið Evrópu fékk fjórtán og hálfan vinning og vann því bandaríska liðið með minnsta mun. Bandaríkin hafði væna forystu, 10-6, þegar tvímenningurinn hófst í dag og lengi vel leit út fyrir að Evrópumenn myndu ekki ná að ógna forystunni að nokkru ráði. En hver Evrópumaðurinn á fætur öðrum reyndist sterkari á síðustu holunum og söxuðu þeir á forystu heimamanna, jafnt og þétt. Francesco Molinari tryggði Evrópu svo sigurinn með því að halda jöfnu gegn Tiger Woods í síðustu viðureigninni í tvímenningi. Reyndar hefði jafntefli, 14-14, dugað Evrópu til að halda bikarnum þar sem Evrópumenn voru handhafar bikarsins. Það kom í hlut Þjóðverjans Martin Kaymer að tryggja fjórtánda stigið og gerði hann það með rúmlega tveggja metra pútti á átjándu holu í viðureign sinni gegn Steve Stricker. Kaymer sýndi stáltaugar þegar hann setti púttið niður og eftir það brutust út gríðarleg fagnaðarlæti Evrópumanna á vellinum. Tiger átti sigurinn vísan í sinni viðureign en missti stutt pútt og gaf svo Molinari sigurinn. Tiger átti skelfilega helgi og fékk aðeins hálfan vinning af fjórum mögulegum. „Þetta var ólýsanlegt," sagði Kaymer eftir sigurinn. „Ég var afar taugaóstyrkur á síðustu 2-3 holunum. Olazabal [fyrirliði Evrópu] kom til mín og sagði að við þyrftum stigið mitt til að halda bikarnum. Ég elska þá tilfinningu." „Það er ekki hægt að bera þetta saman við pressuna sem fylgir því að vinna stórmót. Það vinnur maður fyrir sjálfan sig. En í dag heyrði ég í liðinu mínu og öllu fólkinu. Tímabilið hefur ekki verið gott hjá mér en dagurinn var góður fyrir sjálfstraustið mitt."
Golf Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira