Button: Grosjean þarf að taka sig á Birgir Þór Harðarson skrifar 8. október 2012 23:00 Grosjean veit að hann þarf að vanda sig en svo virðist sem að hann bara geti það ekki. nordicphotos/afp Formúlu 1-ökumenn eru almennt ekki mjög ánægðir með framgöngu frakkans Romain Grosjean í Lotus-bíl sínum í sumar. Mark Webber sagði hann klikkaðan eftir japanska kappaksturinn og nú biður hinn kurteisi og hlédrægi Jenson Button Grosjean um að taka sig á í eitt skipti fyrir öll. Eftir kappaksturinn í Japan hefur Grosjean verið áhrifavaldur í níu slysum strax eftir ræsingu í mótunum fjórtán sem hann hefur ræst í ár. Það er meira en keppinautar hans sætta sig við. Mark Webber var fórnarlambið um helgina þegar Grosjean ók inn í hlið hans þrátt fyrir að „vera að reyna að klessa ekki á neinn". Frakkinn fékk tíu sekúnta refsingu fyrir áreksturinn en hefur greinilega ekki lært sína lexíu eftir að hafa verið bannað að keppa á Ítalíu um miðjan september. Johnny Herbert, fyrrum ökuþór í Formúlu 1, benti stjórnendum Lotus-liðsins á að réttast væri að „segja bæ bæ" við Grosjean hið snarasta. Herbert er sjóaður ökuþór og lenti meðal annars í alvarlegu slysi þar sem hann mölbraut báðar lappirnar svo illa að óttast var að hann myndi aldrei ganga á ný. Jenson Button hefur einnig hvatt sér hljóðs í þessari umræðu og spurt hvort það sé ekki á ábyrgð Formúlunnar að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að Grosjean aki á allt og alla. „Eða ætti hann fara í rækilega sjálfskoðun og reyna að skeina sér. Það er greinilega eitthvað sem hann þarf að gera." „Grosjean er rosa fljótur og hæfileikaríkur en maður getur ekki bara klesst á allt og alla," sagði Button. „Þegar hann keppti í GP2 gerðist þetta líka. Hann var svo fljótur að hann gjörsamlega rústaði keppinautunum og leiddi heimsmeistarakeppnina með metstigafjölda. Hann hélt samt áfram að klessa á." „Annað hvort vann keppnina eða klessti á. Hann virðist lifa eftir sömu speki í Formúlu 1 en það gengur ekki," sagði Button. Samband ökuþóra í Formúlu 1 (GPDA) hefur verið hljótt um þetta mál. Helsta baráttumál GPDA er að berjast fyrir bættu öryggi í kappakstrinum og því ætti Grosjean að vera til umfjöllunar þar. Pedro de la Rosa, formaður félagsins, hefur ekki sagt stakt orð um Grosjean og ekki heldur meðstjórnendurnir Sebastian Vettel eða Felipe Massa. Þar ræður kannski pólitík frekar en réttlæti; Grosjean hefur verið refsað og FIA hefur málið til skoðunar. Formúla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Formúlu 1-ökumenn eru almennt ekki mjög ánægðir með framgöngu frakkans Romain Grosjean í Lotus-bíl sínum í sumar. Mark Webber sagði hann klikkaðan eftir japanska kappaksturinn og nú biður hinn kurteisi og hlédrægi Jenson Button Grosjean um að taka sig á í eitt skipti fyrir öll. Eftir kappaksturinn í Japan hefur Grosjean verið áhrifavaldur í níu slysum strax eftir ræsingu í mótunum fjórtán sem hann hefur ræst í ár. Það er meira en keppinautar hans sætta sig við. Mark Webber var fórnarlambið um helgina þegar Grosjean ók inn í hlið hans þrátt fyrir að „vera að reyna að klessa ekki á neinn". Frakkinn fékk tíu sekúnta refsingu fyrir áreksturinn en hefur greinilega ekki lært sína lexíu eftir að hafa verið bannað að keppa á Ítalíu um miðjan september. Johnny Herbert, fyrrum ökuþór í Formúlu 1, benti stjórnendum Lotus-liðsins á að réttast væri að „segja bæ bæ" við Grosjean hið snarasta. Herbert er sjóaður ökuþór og lenti meðal annars í alvarlegu slysi þar sem hann mölbraut báðar lappirnar svo illa að óttast var að hann myndi aldrei ganga á ný. Jenson Button hefur einnig hvatt sér hljóðs í þessari umræðu og spurt hvort það sé ekki á ábyrgð Formúlunnar að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að Grosjean aki á allt og alla. „Eða ætti hann fara í rækilega sjálfskoðun og reyna að skeina sér. Það er greinilega eitthvað sem hann þarf að gera." „Grosjean er rosa fljótur og hæfileikaríkur en maður getur ekki bara klesst á allt og alla," sagði Button. „Þegar hann keppti í GP2 gerðist þetta líka. Hann var svo fljótur að hann gjörsamlega rústaði keppinautunum og leiddi heimsmeistarakeppnina með metstigafjölda. Hann hélt samt áfram að klessa á." „Annað hvort vann keppnina eða klessti á. Hann virðist lifa eftir sömu speki í Formúlu 1 en það gengur ekki," sagði Button. Samband ökuþóra í Formúlu 1 (GPDA) hefur verið hljótt um þetta mál. Helsta baráttumál GPDA er að berjast fyrir bættu öryggi í kappakstrinum og því ætti Grosjean að vera til umfjöllunar þar. Pedro de la Rosa, formaður félagsins, hefur ekki sagt stakt orð um Grosjean og ekki heldur meðstjórnendurnir Sebastian Vettel eða Felipe Massa. Þar ræður kannski pólitík frekar en réttlæti; Grosjean hefur verið refsað og FIA hefur málið til skoðunar.
Formúla Mest lesið Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira