Fótbolti

Ragnar og Rúrik með í jafntefli FCK

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND: NORDIC PHOTOS \ GETTY
Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tapaði tveimur stigum gegn Esbjerg á útivelli í dag. Esbjerg jafnaði þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og lokatölur 2-2.

Jakob Ankersen kom Esbjerg yfir á 35. mínútu og var staðan 1-0 fyrir heimamenn í hálfleik.

Rúriks Gíslason kom inn á hjá FCK í  hálfleik og hafði skiptingin góð áhrif á leik FCK.

Brasilíumaðurinn Cesar Santin jafnaði metin á 55. mínútu og Nicolai Jörgensen kom FCK yfir aðeins þremur mínútum síðar.

Ankersen skoraði annað mark sitt á 87. mínútu og tryggði Esbjerg gott stig.

Sölvi Geir Ottesen kom ekkert við sögu hjá FCK, hann sat á bekknum allan leikinn.

FCK er því komið í 26 stig á toppi deildarinnar, með fimm stigum meira en AGF. Esbjerg er í næst neðsta sæti með tíu stig í 12 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×