Loeb tryggði sér titilinn í níunda sinn Birgir Þór Harðarson skrifar 7. október 2012 22:30 Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Níundi titillinn verður að öllum líkindum síðasti titill Loeb á ferlinum og því var sigurinn sérstaklega sætur í heimalandinu Frakklandi í dag. Loeb ætlar að öllum líkindum að skipta yfir í heimsmeistarakeppnina í götubílaakstri (WTCC) árið 2014. Fyrir mótið í Frakklandi sagði Loeb það forgangsatriði hjá sér að ljúka rallinu á undan liðsfélaga sínum hjá Citroen, Mikko Hirvonen. Sigur væri ekki eins mikilvægur. Sigurinn í Frakklandi er áttundi mótssigur Loeb á þessu ári. Sá eini sem virtist eiga séns í meistarann var Jari-Matti Latvala á Ford. Latvala lauk mótinu 15,5 sekúntum á eftir Loeb. Ekki nóg með að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra; Citroen vann einnig heimsmeistarakeppni bílasmiða á heimavelli í Frakklandi því Hirvonen kláraði í þriðja sæti. Staða Hirvonen varð örugg eftir að Peter Solberg missti stjórn á Ford-bílnum og klessti á raflínustaur með þeim afleiðingum að staurinn féll. Tvær umferðir eru eftir af heimsmeistararallinu. Næst verður ekið á Ítalíu 21. október og svo á Spáni 11. nóvember.Loeb vann titilinn í níunda sinn í heimahögunum í Frakklandi. Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastien Loeb tryggði sér í dag níunda heimsmeistaratitil sinn í heimsmeistararallinu þegar hann lauk franska rallinu fyrstur. Enginn er jafn sigursæll og Loeb sem segist ætla að minnka við sig á næsta ári. Níundi titillinn verður að öllum líkindum síðasti titill Loeb á ferlinum og því var sigurinn sérstaklega sætur í heimalandinu Frakklandi í dag. Loeb ætlar að öllum líkindum að skipta yfir í heimsmeistarakeppnina í götubílaakstri (WTCC) árið 2014. Fyrir mótið í Frakklandi sagði Loeb það forgangsatriði hjá sér að ljúka rallinu á undan liðsfélaga sínum hjá Citroen, Mikko Hirvonen. Sigur væri ekki eins mikilvægur. Sigurinn í Frakklandi er áttundi mótssigur Loeb á þessu ári. Sá eini sem virtist eiga séns í meistarann var Jari-Matti Latvala á Ford. Latvala lauk mótinu 15,5 sekúntum á eftir Loeb. Ekki nóg með að vinna heimsmeistaratitil ökuþóra; Citroen vann einnig heimsmeistarakeppni bílasmiða á heimavelli í Frakklandi því Hirvonen kláraði í þriðja sæti. Staða Hirvonen varð örugg eftir að Peter Solberg missti stjórn á Ford-bílnum og klessti á raflínustaur með þeim afleiðingum að staurinn féll. Tvær umferðir eru eftir af heimsmeistararallinu. Næst verður ekið á Ítalíu 21. október og svo á Spáni 11. nóvember.Loeb vann titilinn í níunda sinn í heimahögunum í Frakklandi.
Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira