Handbolti

Aðalstyrktaraðili Montpellier riftir samningnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Veðmálahneykslið í franska handboltanum hefur dregið dilk á eftir sér en nú hefur aðalstyrktaraðili Montpellier tilkynnt að það sé hætt samstarfi við félagið.

Sjö leikmenn, þar af fimm núverandi leikmenn Montpellier, hafa verið ákærðir fyrir veðmálabrask og að tapa leik viljandi á síðustu leiktíð. Meðal þeirra eru frönsku landsliðsmennirnir Nikola Karabatic og Samuel Honrubia.

Fyrirtæki að nafni Brother tilkynnti í dag að það væri hætt að auglýsa á búningum Montpellier en þeir hafa verið í viðskiptum við félagið síðan 2010.

Brother mun hafa greitt um 50 milljónir króna ár hvert fyrir að auglýsa á búningi Montpellier.

Í gær var greint frá því að félagið væri hætt að greiða Karabatic og öðrum leikmönnum sem tengjast þessu máli laun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×