Lagerbäck: Ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2012 11:15 Lars Lagerbäck. Mynd/Stefán Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum. Lars Lagerbäck var meðal annars spurður út í muninn á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars Lars Lagerbäck. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður," sagði Lagerbäck. Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun heimasíðu KSÍ um fundinn: Á blaðamannafundi sem haldinn var á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu sátu þjálfarinn Lars Lagerbäck og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fyrir svörum albanskra blaðamanna. Þjálfarinn sænski var fyrst spurður við hverju hann byggist af landsliði Albaníu. „Albanía er með gott lið, og við sýnum Albönum virðingu sem knattspyrnuþjóð. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn, og liðið hefur verið óheppið að ná ekki betri árangri í gegnum tíðina, því hér hafa margar stórar knattspyrnuþjóðir lent í vandræðum. Albanarnir eru vel skipulagðir undir stjórn nýs þjálfara og leika agaðan og grimman varnarleik sem er stýrt af reynslumiklum leikmönnum eins og Lorik Cana, sem er leiðtogi liðsins og hefur flestar sóknirnar hjá þeim. Þó hann leiki jafnan sem miðvörður með landsliðinu er hann afar mikilvægur í spili þeirra. Leikmenn héðan eru líka þekktir fyrir að vera duglegir og grimmir í návígjum. Svo spila áhorfendur auðvitað inn í, þeir eru mjög öflugir hérna, afar ástríðufullir og styðja sitt lið af miklum krafti". Aron Einar tók undir orð þjálfarans. „Við vitum af hverju við erum hér og vitum hvað við viljum gera. Þetta verður örugglega jafn leikur, mikið um líkamleg átök og hörkutæklingar". Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars aðspurður. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður." Á Ísland möguleika í riðlinum? „Við eigum möguleika á móti öllum liðum og viljum keppa í efri hluta riðilsins, en til þess þurfum við að sýna stöðugleika frá einum leik til annars. Þessi riðill gæti orðið mjög jafn og ég tel að þetta sé svona riðill þar sem allir geta unnið alla. Við erum með ungt lið, unga leikmenn sem hafa nú þegar öðlast mikla reynslu og framtíðin er björt, eftir 2-3 ár verðum við vonandi með mjög sterkt lið." Er Aron Einar sammála? „Liðið er að vaxa með hverjum leik, þetta er allt á réttri leið hjá okkur og við erum alltaf að læra, og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Við viljum ná eins mörgum stigum og við getum í þessum riðli. Sviss virðist vera með sterkasta liðið, en annars held ég að allir geti unnið alla" sagði fyrirliði Íslands og tók þar með undir fyrri orð þjálfarans. Sem ungur fyrirliði svona ungs liðs, þá hlýturðu að vonast til að komast í lokakeppni stórmóts á komandi árum. Telurðu Ísland eiga möguleika á því? „Það er draumur okkar allra og allra Íslendinga, en það er langur vegur að þeim draumi og það þarf margt að gerast áður en hann getur orðið að veruleika. Það eru til dæmis nokkrir leikir eftir í þessum riðli." Sagði Aron og voru það lokaorðin á þessum blaðamannafundi, áður en liðið hélt á æfingu á Qemal Stafa leikvanginum, sem er í göngufæri frá hóteli liðsins. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Sjá meira
Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum. Lars Lagerbäck var meðal annars spurður út í muninn á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars Lars Lagerbäck. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður," sagði Lagerbäck. Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun heimasíðu KSÍ um fundinn: Á blaðamannafundi sem haldinn var á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu sátu þjálfarinn Lars Lagerbäck og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fyrir svörum albanskra blaðamanna. Þjálfarinn sænski var fyrst spurður við hverju hann byggist af landsliði Albaníu. „Albanía er með gott lið, og við sýnum Albönum virðingu sem knattspyrnuþjóð. Þeir eru með líkamlega sterka leikmenn, og liðið hefur verið óheppið að ná ekki betri árangri í gegnum tíðina, því hér hafa margar stórar knattspyrnuþjóðir lent í vandræðum. Albanarnir eru vel skipulagðir undir stjórn nýs þjálfara og leika agaðan og grimman varnarleik sem er stýrt af reynslumiklum leikmönnum eins og Lorik Cana, sem er leiðtogi liðsins og hefur flestar sóknirnar hjá þeim. Þó hann leiki jafnan sem miðvörður með landsliðinu er hann afar mikilvægur í spili þeirra. Leikmenn héðan eru líka þekktir fyrir að vera duglegir og grimmir í návígjum. Svo spila áhorfendur auðvitað inn í, þeir eru mjög öflugir hérna, afar ástríðufullir og styðja sitt lið af miklum krafti". Aron Einar tók undir orð þjálfarans. „Við vitum af hverju við erum hér og vitum hvað við viljum gera. Þetta verður örugglega jafn leikur, mikið um líkamleg átök og hörkutæklingar". Lars hefur tvisvar sinnum áður komið til Albaníu, sem landsliðsþjálfari Svíþjóðar, og var minntur á það af albönskum blaðamönnum að hann hefði ekki enn unnið sigur hér, því fyrst töpuðu Svíar undir hans stjórn í Tírana og gerðu svo jafntefli. „Fyrst tap og svo jafntefli, þetta er allt á uppleið, vinnum við þá ekki bara á föstudaginn?" Sagði Svíinn og glotti við tönn. „Það er í raun ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland" sagði Lars aðspurður. „Það eina sem er öðruvísi er að sænska knattspyrnusambandið er stærra en það íslenska og hefur því úr meiri fjármunum að ráða. En það er ekkert vandamál, þetta hefur allt gengið vel hjá okkur og ég hef ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Stuðningurinn er góður." Á Ísland möguleika í riðlinum? „Við eigum möguleika á móti öllum liðum og viljum keppa í efri hluta riðilsins, en til þess þurfum við að sýna stöðugleika frá einum leik til annars. Þessi riðill gæti orðið mjög jafn og ég tel að þetta sé svona riðill þar sem allir geta unnið alla. Við erum með ungt lið, unga leikmenn sem hafa nú þegar öðlast mikla reynslu og framtíðin er björt, eftir 2-3 ár verðum við vonandi með mjög sterkt lið." Er Aron Einar sammála? „Liðið er að vaxa með hverjum leik, þetta er allt á réttri leið hjá okkur og við erum alltaf að læra, og viljum stöðugt vera að bæta okkur. Við viljum ná eins mörgum stigum og við getum í þessum riðli. Sviss virðist vera með sterkasta liðið, en annars held ég að allir geti unnið alla" sagði fyrirliði Íslands og tók þar með undir fyrri orð þjálfarans. Sem ungur fyrirliði svona ungs liðs, þá hlýturðu að vonast til að komast í lokakeppni stórmóts á komandi árum. Telurðu Ísland eiga möguleika á því? „Það er draumur okkar allra og allra Íslendinga, en það er langur vegur að þeim draumi og það þarf margt að gerast áður en hann getur orðið að veruleika. Það eru til dæmis nokkrir leikir eftir í þessum riðli." Sagði Aron og voru það lokaorðin á þessum blaðamannafundi, áður en liðið hélt á æfingu á Qemal Stafa leikvanginum, sem er í göngufæri frá hóteli liðsins.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Fleiri fréttir Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn