Kosningastjóri forsetans vinnur fyrir Árna Pál VG skrifar 29. október 2012 11:39 Árni Páll Árnason ætlar að verja fyrsta sætið. Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað. Árni Páll er þegar í fyrsta sætinu og freistast nú til þess að verja stöðu sína, en fjármála- og efnahagsráðherrann, Katrín Júlíusdóttir, sækist einnig eftir fyrsta sætinu í kjördæminu. Hún náði öðru sætinu í prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum. Þannig er óhætt að segja að hart verði barist í forvalinu. Ólafía vann meðal annars fyrir Ólaf Ragnar þegar hann var fyrst kosinn. Svo stjórnaði hún framboði hans í síðustu forsetakosningum þar sem Ólafur fór örugglega með sigur af hólmi. En Ólafía hefur áður unnið fyrir þingmann Samfylkingarinnar. Árið 2005 var hún kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í formannskjöri hennar gegn Össuri Skarphéðinssyni, þar sem Ingibjörg sigraði örugglega. Árni Páll hefur einnig gefið kost á sér í formann Samfylkingarinnar en þær kosningar fara ekki fram fyrr en á landsfundi flokksins á næsta ári. Ólafía mun einnig fylgja Árna Páli í gegnum þann slag, hvernig sem fer í forvalinu.Ólafía B. Rafnsdóttir hefur vægast sagt verið sigursæl sem kosningastjóri síðastliðin ár. En hún þakkar góðum frambjóðendum gott gengi.„Ég hef aldrei tapað," segir Ólafía í samtali við Vísi en bætir auðmjúk við: „En ég hef líka alltaf haft góða frambjóðendur." Alls hafa tíu boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um 5 efstu sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember. Nú vinna allir hörðum höndum að því að skrá fólk í flokkinn en skráningu lýkur næstu helgi. Í framboði eru Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, sem býður sig fram í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, og svo auðvitað Árni Páll Árnason, alþingismaður, sem býður sig fram í 1. sæti, Geir Guðbrandsson, vaktstjóri, í 5. sæti, Katrin Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson, alþingismaður, í 2. sæti, Magnús Orri Schram, alþingismaður, í 2.-3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, nemi, í 3.-5. sæti. Þingmenn kjördæmisins eru þau Katrín og Árni Páll og svo Lúðvík og Magnús Orri. Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira
Kosningastjóri Ólafs Ragnars Grímssonar, Ólafía B. Rafnsdóttir, er orðinn kosningastjóri Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, en hann hefur gefið kost á sér í fyrsta sætið í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðuvesturkjördæmi, eða kraganum eins og kjördæmið er oft kallað. Árni Páll er þegar í fyrsta sætinu og freistast nú til þess að verja stöðu sína, en fjármála- og efnahagsráðherrann, Katrín Júlíusdóttir, sækist einnig eftir fyrsta sætinu í kjördæminu. Hún náði öðru sætinu í prófkjöri flokksins fyrir fjórum árum. Þannig er óhætt að segja að hart verði barist í forvalinu. Ólafía vann meðal annars fyrir Ólaf Ragnar þegar hann var fyrst kosinn. Svo stjórnaði hún framboði hans í síðustu forsetakosningum þar sem Ólafur fór örugglega með sigur af hólmi. En Ólafía hefur áður unnið fyrir þingmann Samfylkingarinnar. Árið 2005 var hún kosningastjóri Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í formannskjöri hennar gegn Össuri Skarphéðinssyni, þar sem Ingibjörg sigraði örugglega. Árni Páll hefur einnig gefið kost á sér í formann Samfylkingarinnar en þær kosningar fara ekki fram fyrr en á landsfundi flokksins á næsta ári. Ólafía mun einnig fylgja Árna Páli í gegnum þann slag, hvernig sem fer í forvalinu.Ólafía B. Rafnsdóttir hefur vægast sagt verið sigursæl sem kosningastjóri síðastliðin ár. En hún þakkar góðum frambjóðendum gott gengi.„Ég hef aldrei tapað," segir Ólafía í samtali við Vísi en bætir auðmjúk við: „En ég hef líka alltaf haft góða frambjóðendur." Alls hafa tíu boðið sig fram í flokksvali Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi um 5 efstu sæti á framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Flokksval með stuðningsmönnum fer fram rafrænt dagana 9. og 10. nóvember. Nú vinna allir hörðum höndum að því að skrá fólk í flokkinn en skráningu lýkur næstu helgi. Í framboði eru Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, sem býður sig fram í 2.-3. sæti, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í 2.-4. sæti, og svo auðvitað Árni Páll Árnason, alþingismaður, sem býður sig fram í 1. sæti, Geir Guðbrandsson, vaktstjóri, í 5. sæti, Katrin Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1. sæti, Lúðvík Geirsson, alþingismaður, í 2. sæti, Magnús Orri Schram, alþingismaður, í 2.-3. sæti, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, í 3.-4. sæti, Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjá Barnaheillum, í 3.-4. sæti og Stefán Rafn Sigurbjörnsson, nemi, í 3.-5. sæti. Þingmenn kjördæmisins eru þau Katrín og Árni Páll og svo Lúðvík og Magnús Orri.
Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Sjá meira