Sport

Birkir og Hjördís Rósa unnu örugglega

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar.
Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar. Mynd/Tennissamband Íslands
Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar unnu Babolat 4.Stórmót TSÍ á dögunum. Birkir vann einnig tvíliðaleikinn og Hjördís Rósa vann einnig í flokki 16 ára og yngri.

Birkir Gunnarsson vann Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings 6-2 og 6-1 í karlaflokki. Í þriðja sæti var Vladmir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs en hann sigraði Hinrik Helgason í hörkuleik um þriðja sætið, 7-5 og 7-5.

Í kvennaflokki mættust Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hjördís Rósa sigraði í tveimur settum 6-3 og 6-1.

Í úrslitaleik ITN tvíliða kepptu Birkir og Rafn Kumar á móti tenniskempunum og þjálfurunum Jóni Axeli Jónssyni og Milan Kosniak úr Tennisfélagi Kópavogs. Birkir og Rafn Kumar sigruðu 7-5 og 6-3.

Í 16 ára og yngri stelpna vann Hjördís Rósa Guðmundsdóttir.

Í 14 ára og yngri stelpna vann Hekla María Oliver

Í 14 ára og yngri stráka vann Ingimar Jónsson

Í 12 ár og yngri stelpna vann Hekla María Oliver

Í 12 ára og yngri stráka vann Ívan Kumar Bonifacius

Í 10 ára og yngri vann Ívan Kumar Bonifacius

Í mini tennis vann Mikael Kumar Bonifacius




Fleiri fréttir

Sjá meira


×