Yao Ming snýr sér að golfinu - risavaxið verkefni bíður hans 23. október 2012 23:30 Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla. Brian Manzella, heimsþekktur golfkennari, segir í viðtali við Golf Magazine að það leyni sér ekki að Ming sé byrjandi í golfi. „Hann er að glíma við áskoranir sem allir byrjendur þurfa að glíma við en þessi golfkylfa er allt of stutt fyrir hann," sagði Manzella m.a. í viðtalinu. Golfmótið sem Ming tók þátt í var haldið á Mission Hills golfvallarsvæðinu í Kína en þar eru alls ellefu 18 holu golfvellir og einn par 3 holu völlur. Ming getur þó talist vera á réttri leið með golfsveifluna sína ef miðað er við Charles Barkley – sem átti farsælan feril í NBA deildinni. Golfferill Sir Charles hefur ekki verið dans á rósum eins og sjá má í þessu myndbandi hefur hann þróað sinn eigin stíl og tækni. Ming er ekki sá stærsti sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann er í 3.-4. sæti á þeim lista með Shawn Bradley sem lék með m.a. Philadelphia 76'ers og Dallas Mavericks. Gheorghe Muresan frá Rúmeníu og Manute Bol sem fæddur var í Súdan eru efstir á þessum lista. Þeir voru báðir 2,31 m. á hæð þegar þeir léku í NBA deildinni. Muresan var valinn af Washington Bullets árið 1993 í NBA valinu en hann hann skoraði 14,5 stig, tók 10 fráköst og varði um 2 skot að meðaltali í leik keppnistímabilið 1994-1995. Muresan lék í sex ár í deildinni en hann var mikið meiddur og skoraði hann rétt um 10 stig og tók 6 fráköst í 307 leikjum á ferlinum. Bol gekk í raðir Washington Bullets árið 1985. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem er með fleiri varin skot en stig á ferlinum. Bol skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á 10 ára tímabili en hann varði 3,3 skot að meðaltali í leik. Hann er annar í röðinni yfir flest skot varin að meðaltali á ferlinum en þar er efstur Mark Eaton sem lék með Utah Jazz – 3,34 varin skot að meðaltali í leik.Listi yfir hávöxnustu leikmenn allra tíma í NBA deildinni: Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Yao Ming, sem var á sínum tíma einn þekktasti körfuknattleiksmaður heims, hefur snúið sér að golfíþróttinni. Og verkefnið sem bíður hans er risavaxið ef marka má myndbandsupptökur af kappanum á góðgerðamóti sem fram fór nýverið í heimalandi hans – Kína. Ming er 2.29 m. á hæð og er hann í hópi þeirra allra hávöxnustu sem leikið hafa í NBA deildinni en hann hætti sem atvinnumaður í júlí 2011 vegna meiðsla. Brian Manzella, heimsþekktur golfkennari, segir í viðtali við Golf Magazine að það leyni sér ekki að Ming sé byrjandi í golfi. „Hann er að glíma við áskoranir sem allir byrjendur þurfa að glíma við en þessi golfkylfa er allt of stutt fyrir hann," sagði Manzella m.a. í viðtalinu. Golfmótið sem Ming tók þátt í var haldið á Mission Hills golfvallarsvæðinu í Kína en þar eru alls ellefu 18 holu golfvellir og einn par 3 holu völlur. Ming getur þó talist vera á réttri leið með golfsveifluna sína ef miðað er við Charles Barkley – sem átti farsælan feril í NBA deildinni. Golfferill Sir Charles hefur ekki verið dans á rósum eins og sjá má í þessu myndbandi hefur hann þróað sinn eigin stíl og tækni. Ming er ekki sá stærsti sem leikið hefur í NBA deildinni. Hann er í 3.-4. sæti á þeim lista með Shawn Bradley sem lék með m.a. Philadelphia 76'ers og Dallas Mavericks. Gheorghe Muresan frá Rúmeníu og Manute Bol sem fæddur var í Súdan eru efstir á þessum lista. Þeir voru báðir 2,31 m. á hæð þegar þeir léku í NBA deildinni. Muresan var valinn af Washington Bullets árið 1993 í NBA valinu en hann hann skoraði 14,5 stig, tók 10 fráköst og varði um 2 skot að meðaltali í leik keppnistímabilið 1994-1995. Muresan lék í sex ár í deildinni en hann var mikið meiddur og skoraði hann rétt um 10 stig og tók 6 fráköst í 307 leikjum á ferlinum. Bol gekk í raðir Washington Bullets árið 1985. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar sem er með fleiri varin skot en stig á ferlinum. Bol skoraði 2,6 stig að meðaltali í leik á 10 ára tímabili en hann varði 3,3 skot að meðaltali í leik. Hann er annar í röðinni yfir flest skot varin að meðaltali á ferlinum en þar er efstur Mark Eaton sem lék með Utah Jazz – 3,34 varin skot að meðaltali í leik.Listi yfir hávöxnustu leikmenn allra tíma í NBA deildinni:
Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira