Hamilton ekur betur en nokkru sinni Birgir Þór Harðarson skrifar 23. október 2012 14:30 Hamilton er sjálfsöruggur um þessar mundir. nordicphotos/afp McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton segist nú aka betur en nokkru sinni þó úrslit hans úr síðustu mótum sýni það ekki. Bíllinn hefur bilað hjá Hamilton í síðustu mótum og haldið aftur af honum. Hamilton vann yfirburðasigur á Monza-brautinni á Ítalíu í september en hefur síðan þá þurft að sætta sig við gírkassabilun í Singapúr og bilun í fjöðrun í Japan og Kóreu. "Mér finnst eins og að undanfarið sé ég að aka betur en nokkru sinni - jafnvel þó úrslitin gefi annað til kynna," sagði Hamilton. "Svo ég fer til Indlands tvíelfdur." "Ég held við séum með bíl sem er fljótur um brautina í Indlandi svo ég get ekki beðið eftir fyrstu æfingunni á föstudaginn." Næst verður keppt á Indlandi um næstu helgi og aðeins í annað skiptið þar. Kappaksturinn var góður í fyrra, brautin er hröð og flæðandi með mörgum snúnum beygjum og enn fleiri góðum stöðum til framúraksturs. Hamilton á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna heimsmeistaratitilinn úr þessu enda eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með nokkurt forskot á keppinautana. McLaren-bílinn er þó talinn vera næst fljótasti bílinn á ráslínunni, á eftir Red Bull-bíl Vettels og Webber. Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
McLaren-ökuþórinn Lewis Hamilton segist nú aka betur en nokkru sinni þó úrslit hans úr síðustu mótum sýni það ekki. Bíllinn hefur bilað hjá Hamilton í síðustu mótum og haldið aftur af honum. Hamilton vann yfirburðasigur á Monza-brautinni á Ítalíu í september en hefur síðan þá þurft að sætta sig við gírkassabilun í Singapúr og bilun í fjöðrun í Japan og Kóreu. "Mér finnst eins og að undanfarið sé ég að aka betur en nokkru sinni - jafnvel þó úrslitin gefi annað til kynna," sagði Hamilton. "Svo ég fer til Indlands tvíelfdur." "Ég held við séum með bíl sem er fljótur um brautina í Indlandi svo ég get ekki beðið eftir fyrstu æfingunni á föstudaginn." Næst verður keppt á Indlandi um næstu helgi og aðeins í annað skiptið þar. Kappaksturinn var góður í fyrra, brautin er hröð og flæðandi með mörgum snúnum beygjum og enn fleiri góðum stöðum til framúraksturs. Hamilton á aðeins tölfræðilega möguleika á því að vinna heimsmeistaratitilinn úr þessu enda eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með nokkurt forskot á keppinautana. McLaren-bílinn er þó talinn vera næst fljótasti bílinn á ráslínunni, á eftir Red Bull-bíl Vettels og Webber.
Formúla Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira