Hnefaleikakappinn Orlando Cruz vakti á dögunum mikla athygli þegar hann opinberaði með formlegum hætti að hann væri samkynhneigður.
Hann barðist í fyrsta sinn á dögunum eftir að hafa komið úr skápnum og hafði þá betur gegn Jorge Pazos.
„Þetta var augnablikið mitt. Mitt tækifæri og minn viðburður," sagði hann eftir bardagann. „Og ég vann."
Hann fékk góða stuðning áhorfenda í Flórída-fylki þar sem bardaginn fór fram. „Ég er mjög ánægður með þá virðingu sem mér var sýnd. Ég vil að það sé litið á mig sem hnefaleikamann, íþróttamann og karlmann í öllum skilningi orðsins."
Þetta var nítjándi sigur Cruz á ferlinum í 22 bardögum.
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2017-09-07T144452.760Z-haukar.png)
![](https://www.visir.is/vaktin/content/flags/2025-02-14T125946.545Z-2021-10-15T150140.503Z-Jeruzalem_Ormoz.png)