Hamilton: Vettel er heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1 Birgir Þór Harðarson skrifar 5. nóvember 2012 16:37 Vettel gat vel fagnað þriðja sætinu í Abu Dhabi enda gríðarlegt afrek að byrja aftastur og enda á verðlaunapalli. mynd/ap Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Vettel var refsað fyrir hafa ekki nægilega mikið eldsneyti um borð í bílnum í tímatökum. Hann var því færður af þriðja rásstað aftur á aftasta. Vettel ræsti svo af viðgerðarsvæðinu svo hann gæti hafið mótið á harðari dekkjunum. Horner gerði ekki ráð fyrir að Vettel gæti komist í stigasæti, hvað þá á verðlaunapall. „Ég held að þetta hafi verið einhver besti akstur á ferli Vettels," sagði Horner. „Að fara af viðgerðarsvæðinu og á verðlaunapall er geggjað." „Á laugardag, þegar við yfirgáfum brautina, hugsaði ég að það yrði frábært ef við næðum áttunda eða níunda sæti. Það er mjög erfitt að taka fram úr á þessari braut," sagði Horner. „Þegar ég fór og hitti Vettel uppi á hótelherbergi fyrir kappaksturinn var hann mjög rólegur að spila á trommur," sagði Horner sem fannst ökumaðurinn sinn fremur slakur. „Þegar ég fór sagði hann: „Sé þig á verðlaunapallinum!" Ég hélt hann væri að djóka. Hann var greinilega handviss um að hann gæti þetta." Í keppninni ók Vettel tvisvar í gegnum allan pakkann og endaði að lokum þriðji. Efst komst hann í annað sætið. Keppinautar hans vilja meina að heppni hafi ráðið því hversu hátt upp listann Vettel komst. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Sebastian ók upp allan listann af viðgerðarsvæðinu," sagði Lewis Hamilton. Hann leiddi kappaksturinn fyrstu tuttugu hringina en varð að hætta keppni þegar olíudæla gaf sig. „Sebastian hlýtur að vera heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1."Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu því hann skipti um dekk eftir tímatökuna.mynd/ap Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Christian Horner, liðstjóri Red Bull-liðsins í Formúlu 1, var ánægður með Sebastian Vettel, ökumann liðsins, í kappakstrinum í Abu Dhabi í gær. Vettel lauk mótinu í þriðja sæti eftir að hafa ræst aftastur. Vettel var refsað fyrir hafa ekki nægilega mikið eldsneyti um borð í bílnum í tímatökum. Hann var því færður af þriðja rásstað aftur á aftasta. Vettel ræsti svo af viðgerðarsvæðinu svo hann gæti hafið mótið á harðari dekkjunum. Horner gerði ekki ráð fyrir að Vettel gæti komist í stigasæti, hvað þá á verðlaunapall. „Ég held að þetta hafi verið einhver besti akstur á ferli Vettels," sagði Horner. „Að fara af viðgerðarsvæðinu og á verðlaunapall er geggjað." „Á laugardag, þegar við yfirgáfum brautina, hugsaði ég að það yrði frábært ef við næðum áttunda eða níunda sæti. Það er mjög erfitt að taka fram úr á þessari braut," sagði Horner. „Þegar ég fór og hitti Vettel uppi á hótelherbergi fyrir kappaksturinn var hann mjög rólegur að spila á trommur," sagði Horner sem fannst ökumaðurinn sinn fremur slakur. „Þegar ég fór sagði hann: „Sé þig á verðlaunapallinum!" Ég hélt hann væri að djóka. Hann var greinilega handviss um að hann gæti þetta." Í keppninni ók Vettel tvisvar í gegnum allan pakkann og endaði að lokum þriðji. Efst komst hann í annað sætið. Keppinautar hans vilja meina að heppni hafi ráðið því hversu hátt upp listann Vettel komst. „Það var ótrúlegt að sjá hvernig Sebastian ók upp allan listann af viðgerðarsvæðinu," sagði Lewis Hamilton. Hann leiddi kappaksturinn fyrstu tuttugu hringina en varð að hætta keppni þegar olíudæla gaf sig. „Sebastian hlýtur að vera heppnasti ökuþórinn í Formúlu 1."Vettel ræsti af viðgerðarsvæðinu því hann skipti um dekk eftir tímatökuna.mynd/ap
Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira