Haraldur: Voru þvílíkar væntingar hjá öllum í bænum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. nóvember 2012 18:45 Haraldur Björnsson og félagar í Sarpsborg 08 tryggðu sér í dag sæti í efstu deild norsku knattspyrnunnar eftir dramatískan 3-2 sigur á Notodden á heimavelli í dag. „Þetta var ótrúlegt. Við komumst 1-0 yfir en lentum 2-1 undir í seinni hálfleik. Komum svo tilbaka og kláruðum þetta fimm mínútum fyrir leikslok. Þetta var geðveikt," sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. Haraldur samdi við norska félagið í upphafi árs og skilaboðin voru skýr. „Ég var strax látinn vita að markmiðið væri ekkert annað en að fara upp. Það hafa verið þvílíkar væntingar hjá öllum í bænum og ekkert annað í stöðunni en að fara upp," segir Haraldur en baráttan um tvö efstu sætin hefur verið á milli Start, Sarpsborg og Sandefjord. „Fyrir mótið var okkur sagt að Sandefjord og Start hefðu miklu meiri peninga á milli handanna og afrek okkar því mjög gott," segir Haraldur sem spilaði með Valsmönnum í efstu deild karla sumarið 2011. Hann segir gæðin í norsku b-deildinni töluvert meiri en heima fyrir. „Það er mikið meira tempó í leiknum hér og fleiri tæknilega góðir leikmenn í deildinni. Það er ekki hægt að bóka neitt í deildinni sem sást í leiknum í dag. Liðið sem við mættum var þegar fallið en gaf okkur samt hörkuleik," segir Haraldur en sigrinum og sætinu var fagnað með kampavíni og tilheyrandi sprautugangi. „Já, ég fékk einhverja Moet kampavínsflösku í hendurnar og sprautaði út í loftið. Eftir á fannst manni það sóun á fínu kampavíni," segir Haraldur og hlær. Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni. 4. nóvember 2012 13:24 Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild. 4. nóvember 2012 13:37 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Haraldur Björnsson og félagar í Sarpsborg 08 tryggðu sér í dag sæti í efstu deild norsku knattspyrnunnar eftir dramatískan 3-2 sigur á Notodden á heimavelli í dag. „Þetta var ótrúlegt. Við komumst 1-0 yfir en lentum 2-1 undir í seinni hálfleik. Komum svo tilbaka og kláruðum þetta fimm mínútum fyrir leikslok. Þetta var geðveikt," sagði Haraldur í samtali við Vísi í dag. Haraldur samdi við norska félagið í upphafi árs og skilaboðin voru skýr. „Ég var strax látinn vita að markmiðið væri ekkert annað en að fara upp. Það hafa verið þvílíkar væntingar hjá öllum í bænum og ekkert annað í stöðunni en að fara upp," segir Haraldur en baráttan um tvö efstu sætin hefur verið á milli Start, Sarpsborg og Sandefjord. „Fyrir mótið var okkur sagt að Sandefjord og Start hefðu miklu meiri peninga á milli handanna og afrek okkar því mjög gott," segir Haraldur sem spilaði með Valsmönnum í efstu deild karla sumarið 2011. Hann segir gæðin í norsku b-deildinni töluvert meiri en heima fyrir. „Það er mikið meira tempó í leiknum hér og fleiri tæknilega góðir leikmenn í deildinni. Það er ekki hægt að bóka neitt í deildinni sem sást í leiknum í dag. Liðið sem við mættum var þegar fallið en gaf okkur samt hörkuleik," segir Haraldur en sigrinum og sætinu var fagnað með kampavíni og tilheyrandi sprautugangi. „Já, ég fékk einhverja Moet kampavínsflösku í hendurnar og sprautaði út í loftið. Eftir á fannst manni það sóun á fínu kampavíni," segir Haraldur og hlær.
Fótbolti á Norðurlöndum Tengdar fréttir Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni. 4. nóvember 2012 13:24 Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild. 4. nóvember 2012 13:37 Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Sjá meira
Matthías lék eftir tilþrif Zlatans frá EM 2004 Matthías Vilhjálmsson skoraði tvö mörk fyrir Start þegar liðið tryggði sér sigur í norsku b-deildinni með 3-0 heimasigri á Kongsvinger í dag. Start hefur sex stiga forskot á Sarpsborg 08 þegar ein umferð er eftir en bæði Íslendingaliðin hafa tryggt sér sæti í norsku úrvalsdeildinni. 4. nóvember 2012 13:24
Haraldur og félagar í Sarpsborg upp í úrvalsdeildina Haraldur Björnsson stóð vaktina í marki Sarpsborg 08 sem vann 3-2 heimasigur á Notodden í næstsíðustu umferð norsku b-deildarinnar í knattspyrnu í dag. Með sigrinum tryggði Sarpsborg 08 sé sæti í efstu deild. 4. nóvember 2012 13:37