Þjálfari FCK: Það vantar upp á fagmennskuna hjá Sölva Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2012 13:15 Sölvi Geir Ottesen. Mynd/Nordic Photos/Getty Landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá FC Kaupamannahöfn að undanförnu og það hefur mikið breyst síðan að hann tryggði liðinu sæti í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Sölvi Geir hefur ekki fengið eitt einasta tækifæri í dönsku úrvalsdeildinni síðan að varnarmistök hans kostuðu liðið sigur á móti OB í byrjun september. Þjálfarinn Ariel Jacobs vill frekar nota þá Ragnar Sigurðsson og Kris Stadsgaard í miðvarðarstöðunum. „Það er ekkert endanlegt í fótbolta en undanfarnar vikur höfum við fundið rétta jafnvægið með því að spila með Kris Stadsgaard og Ragnar Sigurðsson. Ég geri mér grein fyrir því að Sölvi er svekktur og pirraður. Það er í lagi að vera svekktur en pirringur er ekki af hinu góða," sagði Ariel Jacobs við Ekstra Bladet. „Ég hef saknað meiri fagmennsku frá Sölva. Þjálfari metur leikmenn út frá því hvernig þeir æfa, hvernig þeir spila og hvernig hugarfar þeirra er. Ef að það vantar upp á í einhverju af þessum þremur þáttum þá velur maður aðra leikmenn," sagði Jacobs. Jacobs ákvað að gefa Ragnari hvíld í bikarleik í vikunni en í stað þess að gefa Sölva tækifæri þá spilaði hann með Michael Jakobsen í miðverðinum. „Sölvi var líklega svekktur yfir því en það hefði Michael einnig verið ef Sölvi hefði spilað. Ég bað danska sambandið í haust um að fá að spila með fimmtán menn í leik til þess að allir yrði ánægðir en þeir sættu sig ekki við það," sagði Jacobs í gríni. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Sjá meira
Landsliðsmiðvörðurinn Sölvi Geir Ottesen hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá FC Kaupamannahöfn að undanförnu og það hefur mikið breyst síðan að hann tryggði liðinu sæti í Meistaradeildinni fyrir tveimur árum. Sölvi Geir hefur ekki fengið eitt einasta tækifæri í dönsku úrvalsdeildinni síðan að varnarmistök hans kostuðu liðið sigur á móti OB í byrjun september. Þjálfarinn Ariel Jacobs vill frekar nota þá Ragnar Sigurðsson og Kris Stadsgaard í miðvarðarstöðunum. „Það er ekkert endanlegt í fótbolta en undanfarnar vikur höfum við fundið rétta jafnvægið með því að spila með Kris Stadsgaard og Ragnar Sigurðsson. Ég geri mér grein fyrir því að Sölvi er svekktur og pirraður. Það er í lagi að vera svekktur en pirringur er ekki af hinu góða," sagði Ariel Jacobs við Ekstra Bladet. „Ég hef saknað meiri fagmennsku frá Sölva. Þjálfari metur leikmenn út frá því hvernig þeir æfa, hvernig þeir spila og hvernig hugarfar þeirra er. Ef að það vantar upp á í einhverju af þessum þremur þáttum þá velur maður aðra leikmenn," sagði Jacobs. Jacobs ákvað að gefa Ragnari hvíld í bikarleik í vikunni en í stað þess að gefa Sölva tækifæri þá spilaði hann með Michael Jakobsen í miðverðinum. „Sölvi var líklega svekktur yfir því en það hefði Michael einnig verið ef Sölvi hefði spilað. Ég bað danska sambandið í haust um að fá að spila með fimmtán menn í leik til þess að allir yrði ánægðir en þeir sættu sig ekki við það," sagði Jacobs í gríni.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi Fótbolti Fleiri fréttir Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Ingibjörg: Gríðarlega svekkjandi „Mér fannst við alveg halda þeim í skefjum“ Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Twitter yfir leiknum gegn Finnlandi: Vonbrigði í Thun Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Uppgjörið: Ísland - Finnland 0-1 | Finnar þorðu og stelpurnar okkar horfðu upp á tap Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ Sjá meira