Helgaruppskriftin - Kjúklingur með döðlum og kókos 2. nóvember 2012 15:00 Sigrún Óskarsdóttir og Kristín Þóra Harðardóttir eru konurnar á bak við helgaruppskriftina að þessu sinni. Í nýju sælkerabókinni Orð, krydd og krásir sem nýlega kom í verslanir má finna þessa dásamlegu kjúklingauppskrift eftir þær Sigrúnu Óskarsdóttur og Kristínu Þóru Harðardóttur.Kjúklingur með döðlum og kókos½ dl ólífuolía1 kg kjúklingabringur2 laukar1 græn paprika1 kúrbítur200 g steinlausar döðlur1 hvítlaukur, smátt skorinn2 tsk. kóríanderduft1 tsk. chiliduft2 tsk. engiferduft2 tsk. broddkúmenduft2 tsk. salt1 dós kókosmjólk3-4 msk. hunang100 g kasjúhnetur1 rauð paprika Þessi réttur er bæði bragðsterkur og örlítið sætur. Fyrir þau sem eru fyrir sterkan mat má auka kryddið en gætið þess þó að sæta bragðið af döðlunum fái einnig að njóta sín. Skerið kjúklingabringurnar í bita, saxið lauk og skerið papriku og kúrbít í bita. Steikið kjúklinginn og laukinn upp úr olíunni á stórri pönnu. Bætið síðan 1-2 dl af vatni á pönnuna og setjið krydd og döðlur út í. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bætið svo kókosmjólk og hunangi á pönnuna ásamt papriku og kúrbít. Þetta er látið sjóða á vægum hita í 15–20 mínútur og undir lok suðutímans er kasjúhnetum bætt við og smátt skorinni rauðri papriku er stráð yfir um leið og rétturinn er borinn fram. Spurning um að prófa þennan um helgina. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Í nýju sælkerabókinni Orð, krydd og krásir sem nýlega kom í verslanir má finna þessa dásamlegu kjúklingauppskrift eftir þær Sigrúnu Óskarsdóttur og Kristínu Þóru Harðardóttur.Kjúklingur með döðlum og kókos½ dl ólífuolía1 kg kjúklingabringur2 laukar1 græn paprika1 kúrbítur200 g steinlausar döðlur1 hvítlaukur, smátt skorinn2 tsk. kóríanderduft1 tsk. chiliduft2 tsk. engiferduft2 tsk. broddkúmenduft2 tsk. salt1 dós kókosmjólk3-4 msk. hunang100 g kasjúhnetur1 rauð paprika Þessi réttur er bæði bragðsterkur og örlítið sætur. Fyrir þau sem eru fyrir sterkan mat má auka kryddið en gætið þess þó að sæta bragðið af döðlunum fái einnig að njóta sín. Skerið kjúklingabringurnar í bita, saxið lauk og skerið papriku og kúrbít í bita. Steikið kjúklinginn og laukinn upp úr olíunni á stórri pönnu. Bætið síðan 1-2 dl af vatni á pönnuna og setjið krydd og döðlur út í. Látið sjóða í nokkrar mínútur og bætið svo kókosmjólk og hunangi á pönnuna ásamt papriku og kúrbít. Þetta er látið sjóða á vægum hita í 15–20 mínútur og undir lok suðutímans er kasjúhnetum bætt við og smátt skorinni rauðri papriku er stráð yfir um leið og rétturinn er borinn fram. Spurning um að prófa þennan um helgina.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira