Fótbolti

Ballack þykist ekki hafa efni á hraðasekt

Þjóðverjinn Michael Ballack, sem lagði skóna á hilluna, í sumar reynir nú að berjast gegn hraðasekt upp á eina og hálfa milljón króna. Hann segist ekki hafa efni á henni.

Ballack var tekinn á 211 km/h á Spáni þar sem leyfilegur hámarkshraði var 120 km/h. Lögmenn hans vilja lækka sektina í 160 þúsund krónur.

Lögmennirnir segja að þar sem Ballack sé atvinnulaus hafi hann ekki efni á sektinni. "Þó svo hann sé frægur knattspyrnumaður þýðir ekki að hann sé að fá einhver laun," segja lögmenn hans.

Þess má geta að Ballack var með 27 milljónir króna í vikulaun hjá Chelsea í fjögur ár og ætti því að eiga fyrir salti í grautinn.

Ballack mun missa leyfið til þess að keyra á Spáni í tvö ár og svo er spurning hvað verður um sektina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×