Vettel á ráspól í sínum hundraðasta kappakstri Birgir Þór Harðarson skrifar 17. nóvember 2012 19:22 Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull ræsir fremstur í bandaríska kappakstrinum á morgun. Hann átti besta tíma í öllum tímatökulotunum. Lewis Hamilton ræsir annar. Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettel, ræsir aðeins áttundi. Hamilton gerði harða atlögu að ráspól í síðasta hraða hringnum sem hann ók í tímatökunum. Allt leit út fyrir að hann væri að ná ráspólnum en Vettel, sem var aðeins á undan honum í brautinni, bætti hringinn sinn enn frekar á síðasta tímatökusvæðinu.Alonso ræsir áttundi.Alonso gæti verið í vandræðum í áttunda sæti. Áttundi rásstaður er á skítugari hluta brautarinnar og því gæti það gengið erfiðlega að ná því frábæru ræsingu sem hann þarf á að halda, vilji hann halda lífi í titilbaráttunni. Romain Grosjean náði fjórða besta tíma í tímatökunni en fær fimm sæta refsingu því liðið neyddist til að skipta um gírkassa í bíl hans. Grosjean ræsir því níundi en liðsfélagi hans Kimi Raikkönen í fjórða á eftir Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. "Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna," sagði Vettel eftir tímatökuna. "Af því að brautin er glæný þá var hún ofboðslega sleip í byrjun. Það er samt bara smá gaman að skauta um. Ég er líka ánægður með að við áttum slysalausa tímatöku. Nú þurfum við setja einbeitinguna á okkur sjálfa til að ná titlunum."Hamilton verður annar á ráslínunni.Hamilton ræsir í öðru sæti, einnig á skítugari hluta brautarinnar, sagðist ekki hafa miklar áhyggur af því að komast ekki í gegnum fyrstu beygju. "Ég hef nú ekki áhyggjur af fyrstu beygjunni. Þó hún sé kröpp þá er hún mjög víð svo það er lítið sem getur farið úrskeiðis. Ég gæti líka haft rangt fyrir mér. Ég hef meiri áhyggjur af því að ræsa á skítugari hluta brautarinnar." "Ég vil ekki vera fyrir Vettel því hann á mjög mikilvæga keppni fyrir höndum. En, ég vil vinna. Vettel verður að sætta sig við það," sagði Hamilton. Jenson Button, liðsfélagi Hamilton hjá McLaren, ræsir í tólfta sæti. Hann þurfti að draga sig í hlé í annari lotu tímatökunnar því hann missti kraft frá vélinni. Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel á Red Bull ræsir fremstur í bandaríska kappakstrinum á morgun. Hann átti besta tíma í öllum tímatökulotunum. Lewis Hamilton ræsir annar. Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettel, ræsir aðeins áttundi. Hamilton gerði harða atlögu að ráspól í síðasta hraða hringnum sem hann ók í tímatökunum. Allt leit út fyrir að hann væri að ná ráspólnum en Vettel, sem var aðeins á undan honum í brautinni, bætti hringinn sinn enn frekar á síðasta tímatökusvæðinu.Alonso ræsir áttundi.Alonso gæti verið í vandræðum í áttunda sæti. Áttundi rásstaður er á skítugari hluta brautarinnar og því gæti það gengið erfiðlega að ná því frábæru ræsingu sem hann þarf á að halda, vilji hann halda lífi í titilbaráttunni. Romain Grosjean náði fjórða besta tíma í tímatökunni en fær fimm sæta refsingu því liðið neyddist til að skipta um gírkassa í bíl hans. Grosjean ræsir því níundi en liðsfélagi hans Kimi Raikkönen í fjórða á eftir Mark Webber, liðsfélaga Vettel hjá Red Bull. "Ég er mjög ánægður með niðurstöðuna," sagði Vettel eftir tímatökuna. "Af því að brautin er glæný þá var hún ofboðslega sleip í byrjun. Það er samt bara smá gaman að skauta um. Ég er líka ánægður með að við áttum slysalausa tímatöku. Nú þurfum við setja einbeitinguna á okkur sjálfa til að ná titlunum."Hamilton verður annar á ráslínunni.Hamilton ræsir í öðru sæti, einnig á skítugari hluta brautarinnar, sagðist ekki hafa miklar áhyggur af því að komast ekki í gegnum fyrstu beygju. "Ég hef nú ekki áhyggjur af fyrstu beygjunni. Þó hún sé kröpp þá er hún mjög víð svo það er lítið sem getur farið úrskeiðis. Ég gæti líka haft rangt fyrir mér. Ég hef meiri áhyggjur af því að ræsa á skítugari hluta brautarinnar." "Ég vil ekki vera fyrir Vettel því hann á mjög mikilvæga keppni fyrir höndum. En, ég vil vinna. Vettel verður að sætta sig við það," sagði Hamilton. Jenson Button, liðsfélagi Hamilton hjá McLaren, ræsir í tólfta sæti. Hann þurfti að draga sig í hlé í annari lotu tímatökunnar því hann missti kraft frá vélinni.
Formúla Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira