Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Afturelding 27-20 Sigmar Sigfússon skrifar 15. nóvember 2012 19:00 Mynd/Vilhelm ÍR-ingar unnu sætan sigur í kaflaskiptum leik í 8. Umferð N1 deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig og Afturelding á botninum með fjögur stig. Fyrri hálfleikur einkenndist af slökum sóknaleik beggja liða framan af. Báðir markmenn áttu fína spretti fyrir sín lið og gerði það leikinn afar hraðann á köflum. Mikið var um hraðarupphlaup hjá Aftureldingu sem kom oftar en ekki út frá markvörslu Davíð Svanssonar sem var fljótur að hugsa og grýtti knettinum langt fram. Landsliðsmaðurinn og Breiðholtshetjan, Ingimundur var ekki að finna sig sóknarlega til að byrja með og var ekki með góða nýtingu í fyrri hálfleik. Mikið var um tapaða bolta í upphafi leiks og staðan var 1 - 1 þar til á 10. mínútu þegar Guðni Már Kristinsson, leikmaður ÍR, skoraði þá og staðan orðin 2-1. Gestirnir frá Mosfellsbæ leiddu í hálfleik 8 – 11. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og greinilegt að Bjarki hafi messað vel yfir sínum mönnum í hálfleik. ÍR-ingar komu mun grimmari til leiks og söxuðu á forskot Aftureldingar jafnt og þétt. Á 43 mínútu jafna ÍR-ingar leikinn með glæsilegu marki frá Guðna Má, smurði hann vel í samskeytin. Eftir það var þetta aldrei spurning, drengirnir frá Mosfellsbæ köstuðu boltanum hvað eftir annað í hendur ÍR-inga, ásamt því að Kristófer Fannar, markmaður þeirra byrjaði að verja eins engin væri morgundagurinn. Dómaraparið virtist fara mikið í taugarnar á báðum liðum, enda mikið um brottvísanir hjá báðum liðum og Ingimundur endaði á því að fá rauðaspjaldið eftir þrjár brottvísanir. ÍR keyrði á Aftureldingu stíft síðustu 10 mínúturnar og Björgvin Hólmgeirsson sá um markaskorunina að mestum hluta. Fór svo að ÍR sigraði með 6 mörkum hérna á heimavelli, þar sem áhorfendur voru frábærir og stóðu þétt við bakið á sínum mönnum hérna í kvöld. Sturla Ásgeirsson var markahæsti maður vallarins með sjö mörk. Kristófer Fannar: Sáttur með tvö stig„Ég er mjög sáttur með tvö stig úr þessum leik þar sem þetta var ekkert spes leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þá spiluðum við ekki góðan sóknarleik og varnarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir" Sagði Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR „Ég veit eiginlega ekki hvað Bjarki sagði við strákana í hálfleik, þar sem ég var frammi en hann sagði eitthvað rétt þar sem við snérum þessu algjörlega okkur í hag í seinni hálfleik og fór að finna mig í rammanum. Núna eru við komnir með tvo sigra í röð hérna á heimavelli, hér finnum við vel fyrir stuðningnum hjá okkar fólki í stúkunni og má segja að þau séu okkar áttundi maður" „ÍR-vélin er kominn í gang og næst eru það Haukarnir sem ég veit að verður erfiður leikur. Við hugsum bara um einn leik í einu og það verður bara koma í ljós hvar við endum á Íslandsmótinu" Reynir Þór: Ef við hefðum klárað þessi dauðafæri hefðum við unnið„Við fórum bara á taugum, þá missum við hausinn og og allt hrinur hjá okkur. Varnarlega missum við þá í gegn maður á mann og markvarslan hvarf. Við klikkum á dauðafæri á eftir dauðafæri og ég er viss um að við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum nýtt helmingin af þeim," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar. „Ég var frekar rólegur til að byrja með í seinni hálfleik og var viss um að við myndum vinna þennan leik en í stað þess að halda áfram og gefast ekki upp að þá gefumst við upp. Getan er miklu betri en tölurnar segja til um, tap með sex mörkum. Við eigum bara að gera þá kröfu á okkur að klára svona leiki til og vinna þá, þó svo að sé stemning hérna og markmaðurinn verji aðeins frá okkur" Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira
ÍR-ingar unnu sætan sigur í kaflaskiptum leik í 8. Umferð N1 deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fjórða sæti deildarinnar með sjö stig og Afturelding á botninum með fjögur stig. Fyrri hálfleikur einkenndist af slökum sóknaleik beggja liða framan af. Báðir markmenn áttu fína spretti fyrir sín lið og gerði það leikinn afar hraðann á köflum. Mikið var um hraðarupphlaup hjá Aftureldingu sem kom oftar en ekki út frá markvörslu Davíð Svanssonar sem var fljótur að hugsa og grýtti knettinum langt fram. Landsliðsmaðurinn og Breiðholtshetjan, Ingimundur var ekki að finna sig sóknarlega til að byrja með og var ekki með góða nýtingu í fyrri hálfleik. Mikið var um tapaða bolta í upphafi leiks og staðan var 1 - 1 þar til á 10. mínútu þegar Guðni Már Kristinsson, leikmaður ÍR, skoraði þá og staðan orðin 2-1. Gestirnir frá Mosfellsbæ leiddu í hálfleik 8 – 11. Seinni hálfleikur fór fjörlega af stað og greinilegt að Bjarki hafi messað vel yfir sínum mönnum í hálfleik. ÍR-ingar komu mun grimmari til leiks og söxuðu á forskot Aftureldingar jafnt og þétt. Á 43 mínútu jafna ÍR-ingar leikinn með glæsilegu marki frá Guðna Má, smurði hann vel í samskeytin. Eftir það var þetta aldrei spurning, drengirnir frá Mosfellsbæ köstuðu boltanum hvað eftir annað í hendur ÍR-inga, ásamt því að Kristófer Fannar, markmaður þeirra byrjaði að verja eins engin væri morgundagurinn. Dómaraparið virtist fara mikið í taugarnar á báðum liðum, enda mikið um brottvísanir hjá báðum liðum og Ingimundur endaði á því að fá rauðaspjaldið eftir þrjár brottvísanir. ÍR keyrði á Aftureldingu stíft síðustu 10 mínúturnar og Björgvin Hólmgeirsson sá um markaskorunina að mestum hluta. Fór svo að ÍR sigraði með 6 mörkum hérna á heimavelli, þar sem áhorfendur voru frábærir og stóðu þétt við bakið á sínum mönnum hérna í kvöld. Sturla Ásgeirsson var markahæsti maður vallarins með sjö mörk. Kristófer Fannar: Sáttur með tvö stig„Ég er mjög sáttur með tvö stig úr þessum leik þar sem þetta var ekkert spes leikur hjá okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik þá spiluðum við ekki góðan sóknarleik og varnarleikurinn var ekkert til að hrópa húrra fyrir" Sagði Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR „Ég veit eiginlega ekki hvað Bjarki sagði við strákana í hálfleik, þar sem ég var frammi en hann sagði eitthvað rétt þar sem við snérum þessu algjörlega okkur í hag í seinni hálfleik og fór að finna mig í rammanum. Núna eru við komnir með tvo sigra í röð hérna á heimavelli, hér finnum við vel fyrir stuðningnum hjá okkar fólki í stúkunni og má segja að þau séu okkar áttundi maður" „ÍR-vélin er kominn í gang og næst eru það Haukarnir sem ég veit að verður erfiður leikur. Við hugsum bara um einn leik í einu og það verður bara koma í ljós hvar við endum á Íslandsmótinu" Reynir Þór: Ef við hefðum klárað þessi dauðafæri hefðum við unnið„Við fórum bara á taugum, þá missum við hausinn og og allt hrinur hjá okkur. Varnarlega missum við þá í gegn maður á mann og markvarslan hvarf. Við klikkum á dauðafæri á eftir dauðafæri og ég er viss um að við hefðum unnið þennan leik ef við hefðum nýtt helmingin af þeim," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar. „Ég var frekar rólegur til að byrja með í seinni hálfleik og var viss um að við myndum vinna þennan leik en í stað þess að halda áfram og gefast ekki upp að þá gefumst við upp. Getan er miklu betri en tölurnar segja til um, tap með sex mörkum. Við eigum bara að gera þá kröfu á okkur að klára svona leiki til og vinna þá, þó svo að sé stemning hérna og markmaðurinn verji aðeins frá okkur"
Olís-deild karla Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ Sjá meira