Maldonado refsað og færður aftur um tíu sæti Birgir Þór Harðarson skrifar 24. nóvember 2012 20:56 Maldonado er síbrotamaður í Formúlu 1. nordicphotos/afp Pastor Maldonado, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1, hefur verið refsað fyrir að hundsa kall dómara um að koma bílnum í vigtun í miðjum tímatökum. Maldonado færist aftur um tíu sæti á ráslínunni og hefur því síðasta kappakstur ársins sextándi. Dómarar geta skipað ökumönnum að mæta með bíla sína í vigtun hvenær sem er í tímatökum. Það er gert með því að kveikja á rauðu ljósi við bílskúrinn þar sem vigtin er. Maldonado var á leiðinni inn í sinn eigin bílskúr þegar hann ók gegn þessu rauða ljósi. Refsingin hefur áhrif á titilbaráttu Fernando Alonso og Sebastian Vettel því Maldonado átti sjötta besta tímann eftir tímatökurnar en Alonso aðeins þann áttunda. Refsingin færir Alonso fram í sjöunda sætið á ráslínu, nær keppinauti sínum Vettel sem ræsir fjórði. Þetta er ekki í fyrsta sinn í ár sem Maldonado er áminntur eða honum refsað. Í Kína var hann áminntur fyrir að vera fyrir Heikki Kovalainen í tímatökum og í Bretlandi lenti hann í samstuði við Sergio Perez. Maldonado var færður aftar á ráslínu í Mónakó, enn eftir viðskipti við Perez, í Belgíu þar sem hann var fyrir Nico Hulkenberg í tímatökum og keyrði á Timo Glock, og í Ítalíu þar sem hann þjófstartaði. Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Pastor Maldonado, ökumanni Williams-liðsins í Formúlu 1, hefur verið refsað fyrir að hundsa kall dómara um að koma bílnum í vigtun í miðjum tímatökum. Maldonado færist aftur um tíu sæti á ráslínunni og hefur því síðasta kappakstur ársins sextándi. Dómarar geta skipað ökumönnum að mæta með bíla sína í vigtun hvenær sem er í tímatökum. Það er gert með því að kveikja á rauðu ljósi við bílskúrinn þar sem vigtin er. Maldonado var á leiðinni inn í sinn eigin bílskúr þegar hann ók gegn þessu rauða ljósi. Refsingin hefur áhrif á titilbaráttu Fernando Alonso og Sebastian Vettel því Maldonado átti sjötta besta tímann eftir tímatökurnar en Alonso aðeins þann áttunda. Refsingin færir Alonso fram í sjöunda sætið á ráslínu, nær keppinauti sínum Vettel sem ræsir fjórði. Þetta er ekki í fyrsta sinn í ár sem Maldonado er áminntur eða honum refsað. Í Kína var hann áminntur fyrir að vera fyrir Heikki Kovalainen í tímatökum og í Bretlandi lenti hann í samstuði við Sergio Perez. Maldonado var færður aftar á ráslínu í Mónakó, enn eftir viðskipti við Perez, í Belgíu þar sem hann var fyrir Nico Hulkenberg í tímatökum og keyrði á Timo Glock, og í Ítalíu þar sem hann þjófstartaði.
Formúla Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira