Fótbolti

Íslendingaliðið Sandnes Ulf nánast öruggt með úrvalsdeildarsætið

Eiríkur Stefán Ásgeirssno skrifar
Sandnes Ulf stendur vel að vígi í rimmu sinni gegn Ull/Kisa í umspili liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Sandnes Ulf vann 4-0 sigur í fyrri leik liðanna í kvöld en hann fór fram á heimavelli Ull/Kisa.

Steinþór Freyr Þorsteinsson var í byrjunarliði Sandnes Ulf en þeir Arnór Ingi Traustason og Óskar Örn Hauksson komu báðir inn á sem varamenn í síðari hálfleik.

Arnór Ingvi lagði upp annað mark Sandnes Ulf á 80. mínútu en liðið fór svo langt með að tryggja sér úrvalsdeildarsætið með tveimur mörkum til viðbótar á lokamínútum leiksins.

Litlu mátti muna að Steinþór Freyr hefði misst af leiknum í kvöld þar sem að kona hans á von á barni og er gengin viku fram yfir settan dag. Hann ákvað þó á síðustu stundu að ferðast til Jessheim þar sem leikurinn fór fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×