Golf

Watney efstur að loknum fyrsta hring á boðsmóti Tiger Woods

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Watney á Sherwood-vellinum í Kaliforníu í gær.
Watney á Sherwood-vellinum í Kaliforníu í gær. Nordicphotos/Getty
Bandaríkjamaðurinn Nick Watney hefur tveggja högga forystu að loknum fyrsta hring á Tiger Woods Wold Challenge mótinu. Leikið er á Sherwood-vellinum í Kaliforníu.

Watney spilaði fyrsta hringinn á 67 höggum eða fimm undir pari vallarins. Hann paraði fyrstu átta holu vallarins og nældi sér í fimm fugla á síðustu tíu holunum.

Á hæla Watney koma Kanarnir Keegan Bradley og Jim Furyk ásamt Norður-Íranum Graeme McDowell á þremur undir.

Gestgjafinn Tiger Woods deilir fimmta sætinu ásamt löndum sínum Bo Van Pelt og Webb Simpson á tveimur undir pari.

Stöðuna í mótinu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×