Eyjólfur Héðinsson skoraði jöfnunarmark SönderjyskE í 2-2 jafntefli gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.
Eyjólfur og félagar léku á heimavelli og lentu tvívegis undir í leiknum. Fyrst strax á 6. mínútu leiksins þegar Dennis Rommedahl skoraði og svo aftur um miðjan síðari hálfleik.
Eyjólfur jafnaði metin í 2-2 á 71. mínútu. SönderjyskE er áfram í áttunda sæti deildarinnar, nú með 21 stig. Bröndby er í næstneðsta sæti með 17 stig. Liðin hafa þó leikið leik meir en önnur lið deildarinnar.
