Gylfi og Þóra knattspyrnufólk ársins 2012 6. desember 2012 14:29 Gylfi Þór Sigurðsson. Nordic Photos/ Gety Images Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ: Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2012 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:Knattspyrnumaður 2012: Gylfi Þór Sigurðsson Gylfi Þór Sigurðsson sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni á árinu en hann var lánaður frá þýska félaginu Hoffenheim til Swansea um áramótin. Hann lék 18 leiki með Swansea og skorað í þeim 7 mörk og var m.a. kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í marsmánuði. Hann var eftirsóttur eftir tímabilið og gekk að lokum til liðs við Tottenham sem borgaði þýska félaginu 8 milljónir punda fyrir Gylfa. Þar hefur hann komið við sögu í 13 leikjum það sem af er ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Gylfi lék átta landsleiki á árinu og skoraði í þeim eitt mark, glæsilegt sigurmark í útileik gegn Albaníu. Hann hefur samtals leikið 14 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.2. sæti karla: Alfreð Finnbogason Alfreð Finnbogason hefur sannarlega átt góðu gengi að fagna á þessu ári. Hann byrjaði árið hjá Lokeren í Belgíu en var í byrjun mars lánaður til sænska félagsins Helsingborg. Þar endaði hann sem markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu, skoraði 12 mörk í 17 leikjum. Í ágúst var Alfreð seldur til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann hefur slegið í gegn. Hann skoraði tvö mörk gegn Ajax í sínum fyrsta heimaleik og er sem stendur annar markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar, með 11 mörk í 13 leikjum. Alfreð lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk, þ.á.m. mark í góðum heimasigri gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli. Hann hefur leikið 12 A-landsleiki til þessa og skorað í þeim þrjú mörk.3. sæti karla: Kolbeinn Sigþórsson Kolbeinn Sigþórsson var einn lykilmanna Ajax í hollensku deildinni en hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu misseri. Hann varð hollenskur meistari með félagi sínu og skoraði þar 7 mörk í 14 leikjum, þar af voru 2 markanna á þessu ári í 6 leikjum. Kolbeinn meiddist svo eftir að hafa leikið aðeins tvo leiki í hollensku deildinni á þessu tímabili en hafði þó skorað eitt mark. Vegna meiðslanna urðu landsleikir Kolbeins færri en vonast var eftir en hann skoraði 4 mörk í 3 landsleikjum á árinu. Hann hefur því alls leikið 11 A-landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Knattspyrnukona ársins 2012: Þóra Björg HelgadóttirSara Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir.Þóra Björg Helgadóttir var sem fyrr einn af lykilleikmönnum sænska liðsins Malmö og stóð í markinu í öllum leikjum liðsins. Hún var, þar að auki, valin besti markvörður úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð að tímabilinu loknu. Malmö missti af titlinum í síðasta leik mótsins en liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinar þar sem Þóra og félaga mæta Evrópumeisturum Lyon frá Frakklandi. Eftir tímabilið í Svíþjóð var Þóra lánuð til Ástralíu þar sem hún leikur með Western Sidney Wanderers fram á næsta ár. Þóra lék 11 landsleiki Íslands á árinu og var einn lykilmanna landsliðsins sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þóra hefur leikið 92 A-landsleiki á ferlinum og ekki loku fyrir því skotið að sá hundraðasti bætist í safnið á næsta ári.2. sæti kvenna: Sara Björk Gunnarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Þóru með sænska liðinu Malmö sem hefur verið eitt þaðsterkasta í Svíþjóð síðustu ár og þ.a.l. í Evrópu. Sara var einn af máttarstólpum liðsins, skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Malmö og átti sinn þátt í því að sænska félagið er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sara lék 11 landsleiki á árinu, skoraði í þeim 2 mörk og átti fast sæti í íslenska landsliðinu sem vann sér sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Hún hefur nú leikið 54 A-landsleiki og skorað í þeim 12 mörk.3. sæti kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir lék með norska félaginu Avaldsnes á þessu ári en liðið vann sigur með miklum yfirburðum í næstefstu deild í Noregi og tryggði sér sæti í efstu deild að ári. Hólmfríður fór mikinn og skoraði 25 mörk í 20 leikjum með norska liðinu í deildinni en hún var ein fjögurra Íslendinga í liðinu. Hólmfríður var lykilleikmaður í landsliðinu, lék 12 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún hefur alls leikið 76 A-landsleiki á ferlinum og eru mörkin orðin 30 talsins. Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira
Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Þóru Björgu Helgadóttur knattspyrnufólk ársins 2012. Þetta er í níunda skiptið sem að knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ. Það eru fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, er velja knattspyrnufólk ársins. Veitt eru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin hjá körlum og konum. Frá þessu er greint á heimasíðu KSÍ: Þau sem lentu í þremur efstu sætunum í Leikmannavali KSÍ 2012 hjá körlum og konum eru eftirfarandi:Knattspyrnumaður 2012: Gylfi Þór Sigurðsson Gylfi Þór Sigurðsson sló í gegn í ensku úrvalsdeildinni á árinu en hann var lánaður frá þýska félaginu Hoffenheim til Swansea um áramótin. Hann lék 18 leiki með Swansea og skorað í þeim 7 mörk og var m.a. kosinn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í marsmánuði. Hann var eftirsóttur eftir tímabilið og gekk að lokum til liðs við Tottenham sem borgaði þýska félaginu 8 milljónir punda fyrir Gylfa. Þar hefur hann komið við sögu í 13 leikjum það sem af er ensku úrvalsdeildinni þegar þetta er skrifað. Gylfi lék átta landsleiki á árinu og skoraði í þeim eitt mark, glæsilegt sigurmark í útileik gegn Albaníu. Hann hefur samtals leikið 14 A-landsleiki og skorað í þeim tvö mörk.2. sæti karla: Alfreð Finnbogason Alfreð Finnbogason hefur sannarlega átt góðu gengi að fagna á þessu ári. Hann byrjaði árið hjá Lokeren í Belgíu en var í byrjun mars lánaður til sænska félagsins Helsingborg. Þar endaði hann sem markahæsti leikmaður félagsins á tímabilinu, skoraði 12 mörk í 17 leikjum. Í ágúst var Alfreð seldur til hollenska liðsins Heerenveen þar sem hann hefur slegið í gegn. Hann skoraði tvö mörk gegn Ajax í sínum fyrsta heimaleik og er sem stendur annar markahæsti leikmaður hollensku deildarinnar, með 11 mörk í 13 leikjum. Alfreð lék 6 landsleiki á árinu og skoraði í þeim tvö mörk, þ.á.m. mark í góðum heimasigri gegn Norðmönnum á Laugardalsvelli. Hann hefur leikið 12 A-landsleiki til þessa og skorað í þeim þrjú mörk.3. sæti karla: Kolbeinn Sigþórsson Kolbeinn Sigþórsson var einn lykilmanna Ajax í hollensku deildinni en hefur verið óheppinn með meiðsli síðustu misseri. Hann varð hollenskur meistari með félagi sínu og skoraði þar 7 mörk í 14 leikjum, þar af voru 2 markanna á þessu ári í 6 leikjum. Kolbeinn meiddist svo eftir að hafa leikið aðeins tvo leiki í hollensku deildinni á þessu tímabili en hafði þó skorað eitt mark. Vegna meiðslanna urðu landsleikir Kolbeins færri en vonast var eftir en hann skoraði 4 mörk í 3 landsleikjum á árinu. Hann hefur því alls leikið 11 A-landsleiki og skorað í þeim 8 mörk. Knattspyrnukona ársins 2012: Þóra Björg HelgadóttirSara Gunnarsdóttir og Þóra Helgadóttir.Þóra Björg Helgadóttir var sem fyrr einn af lykilleikmönnum sænska liðsins Malmö og stóð í markinu í öllum leikjum liðsins. Hún var, þar að auki, valin besti markvörður úrvalsdeildarinnar í Svíþjóð að tímabilinu loknu. Malmö missti af titlinum í síðasta leik mótsins en liðið er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildarinar þar sem Þóra og félaga mæta Evrópumeisturum Lyon frá Frakklandi. Eftir tímabilið í Svíþjóð var Þóra lánuð til Ástralíu þar sem hún leikur með Western Sidney Wanderers fram á næsta ár. Þóra lék 11 landsleiki Íslands á árinu og var einn lykilmanna landsliðsins sem tryggði sér sæti í úrslitakeppni EM sem fram fer í Svíþjóð á næsta ári. Þóra hefur leikið 92 A-landsleiki á ferlinum og ekki loku fyrir því skotið að sá hundraðasti bætist í safnið á næsta ári.2. sæti kvenna: Sara Björk Gunnarsdóttir Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með Þóru með sænska liðinu Malmö sem hefur verið eitt þaðsterkasta í Svíþjóð síðustu ár og þ.a.l. í Evrópu. Sara var einn af máttarstólpum liðsins, skoraði 4 mörk í 20 deildarleikjum með Malmö og átti sinn þátt í því að sænska félagið er komið í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Sara lék 11 landsleiki á árinu, skoraði í þeim 2 mörk og átti fast sæti í íslenska landsliðinu sem vann sér sæti í úrslitakeppni EM í Svíþjóð. Hún hefur nú leikið 54 A-landsleiki og skorað í þeim 12 mörk.3. sæti kvenna: Hólmfríður Magnúsdóttir Hólmfríður Magnúsdóttir lék með norska félaginu Avaldsnes á þessu ári en liðið vann sigur með miklum yfirburðum í næstefstu deild í Noregi og tryggði sér sæti í efstu deild að ári. Hólmfríður fór mikinn og skoraði 25 mörk í 20 leikjum með norska liðinu í deildinni en hún var ein fjögurra Íslendinga í liðinu. Hólmfríður var lykilleikmaður í landsliðinu, lék 12 landsleiki á árinu og skoraði í þeim fjögur mörk. Hún hefur alls leikið 76 A-landsleiki á ferlinum og eru mörkin orðin 30 talsins.
Íslenski boltinn Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Fótbolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Í beinni: Frakkland - Þýskaland | Sæti í undanúrslitum í boði ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Sjá meira