Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld Arnar Björnsson skrifar 5. desember 2012 12:15 Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. Nordic Photos / Getty Images Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. "Der Bomber" skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Það má finna athyglisverða tölfræði þegar mörk Messi eru skoðuð, 73 þeirra er hann búinn að skora með vinstri fæti, 8 með þeim hægri en aðeins þrisvar hefur Messi skallað boltann í mark mótherjanna. Argentínumaðurinn skiptir mörkum sínum nokkuð bróðurlega á milli heima og útileikja. Hann er búinn að skora 43 mörk á heimavelli, 37 á útivelli og 4 á hlutlausum velli. Messi byrjar oft rólega og hefur aðeins skorað 4 mörk á fyrsta stundarfjórðungi leikjanna en á síðasta korterinu hefur hann skorað 23 mörk. Mótherjum hans gengur illa að ráða við hann í vítateignum en þaðan koma 58 af mörkum hans, 14 þeirra eru vítaspyrnur og aðeins 12 með skotum fyrir utan vítateig. Á undanförnum þremur árum er Messi búinn að skora 203 mörk. Það tæki allt Stokeliðið nærri þrjár og hálfa leiktíð að skora jafnmörg mörk en Stoke var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði fæst mörk á síðustu leiktíð, 36. Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.Dagskrá kvöldsins: 19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD 19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4 19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3 21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira
Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. "Der Bomber" skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Það má finna athyglisverða tölfræði þegar mörk Messi eru skoðuð, 73 þeirra er hann búinn að skora með vinstri fæti, 8 með þeim hægri en aðeins þrisvar hefur Messi skallað boltann í mark mótherjanna. Argentínumaðurinn skiptir mörkum sínum nokkuð bróðurlega á milli heima og útileikja. Hann er búinn að skora 43 mörk á heimavelli, 37 á útivelli og 4 á hlutlausum velli. Messi byrjar oft rólega og hefur aðeins skorað 4 mörk á fyrsta stundarfjórðungi leikjanna en á síðasta korterinu hefur hann skorað 23 mörk. Mótherjum hans gengur illa að ráða við hann í vítateignum en þaðan koma 58 af mörkum hans, 14 þeirra eru vítaspyrnur og aðeins 12 með skotum fyrir utan vítateig. Á undanförnum þremur árum er Messi búinn að skora 203 mörk. Það tæki allt Stokeliðið nærri þrjár og hálfa leiktíð að skora jafnmörg mörk en Stoke var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði fæst mörk á síðustu leiktíð, 36. Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.Dagskrá kvöldsins: 19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD 19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4 19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3 21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ Körfubolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira