Rory McIlroy PGA kylfingur ársins í fyrsta sinn á ferlinum 5. desember 2012 09:15 Caroline Wozniacki og Rory McIlroy. Nordic Photos / Getty Images Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt. „Ég hef séð hve hart hún leggur að sér við æfingar og hún hefur gríðarlegan metnað. Ég hef lært ýmislegt af henni," sagði hinn 23 ára gamli McIlroy en hann er í efsta sætu heimslistans í golfi. „Hún hefur haft góð áhrif á feril minn, ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég hafi æft vel, og lagt hart að mér. Á undanförnum 18 mánuðum, og sérstaklega eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu, hefur mér tekist að taka eitt skref upp á við á ferlinum. Ég hef lært að verða betri atvinnumaður – en ég held ég hafi ekki breyst sem manneskja. Það eina sem ég hugsa um er að ná árangri og vinna eins mörg golfmót og hægt er," sagði McIlroy en hann á langt í land með að jafna árangur Tiger Woods á þessu sviði. Woods hefur tíu sinnum verið valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni. Þeir sem oftast hafa verið valdir sem kylfingar ársins á PGA mótaröðinni eru: 10: Tiger Woods 6: Tom Watson 5: Jack Nicklaus 4: Ben Hogan 2: Julius Boros, Billy Casper, Arnold Palmer, Nick Price Golf Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Rory McIlroy var í gær útnefndur kylfingur ársins á bandarísku PGA mótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Norður-Írinn fær þessa viðurkenningu. Hann þakkaði unnustu sinni, tenniskonunni Caroline Wozniacki, m.a. fyrir þann árangur sem hann hefur náð á keppnistímabilinu. Wozniacki, sem er frá Danmörku, er í fremstu röð á heimsvísu í sinni íþrótt. „Ég hef séð hve hart hún leggur að sér við æfingar og hún hefur gríðarlegan metnað. Ég hef lært ýmislegt af henni," sagði hinn 23 ára gamli McIlroy en hann er í efsta sætu heimslistans í golfi. „Hún hefur haft góð áhrif á feril minn, ég hef alltaf haft það á tilfinningunni að ég hafi æft vel, og lagt hart að mér. Á undanförnum 18 mánuðum, og sérstaklega eftir sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu, hefur mér tekist að taka eitt skref upp á við á ferlinum. Ég hef lært að verða betri atvinnumaður – en ég held ég hafi ekki breyst sem manneskja. Það eina sem ég hugsa um er að ná árangri og vinna eins mörg golfmót og hægt er," sagði McIlroy en hann á langt í land með að jafna árangur Tiger Woods á þessu sviði. Woods hefur tíu sinnum verið valinn kylfingur ársins á PGA mótaröðinni. Þeir sem oftast hafa verið valdir sem kylfingar ársins á PGA mótaröðinni eru: 10: Tiger Woods 6: Tom Watson 5: Jack Nicklaus 4: Ben Hogan 2: Julius Boros, Billy Casper, Arnold Palmer, Nick Price
Golf Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira