Matthías Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Start í Noregi. Matthías var lánsmaður hjá félaginu á síðustu leiktíð en hann var samningsbundinn FH.
Matthías, sem fór á kostum með Start á nýafstaðinni leiktíð, staðfesti þetta á Twitter-síðu sinni í dag.
„Loksins klár fyrir Ik Start. Skrifaði undir til loka tímabilsins 2014."
Ísfirðingurinn sem gerði garðinn frægan með FH-ingum þakkaði FH-ingum sérstaklega á Facebook-síðu sinni.
„... stoltur af því og þá sérstaklega að hafa framlengt við FH í fyrra svo að þeir fengu e-d fyrir sinn snúð ! Ævinlega þakklátur fyrir það sem FH hefur gefið mér!"
