Golf

Api, fugl og nashyrningur stríddu kylfingum í Suður-Afríku | Myndband

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óhætt er að segja að dýralífið í Suður-Afríku hafi fengið alheimsauglýsingu þegar Nedbank-Challenge mótið í golfi fór fram um helgina.

Louis Oosthuizen lenti í kjöraðstöðu til þess að næla í fugl. Heimamaðurinn undirbjó sig þá undir að taka teighögg en þurfti að bíða lengi þar sem að fugl nokkur hafði stillt sér upp í skotlínu Suður-Afríkumannsins.

Þá skemmti apafjölskylda nokkur áhorfendum auk þess sem nashyrningur rölti um í nágrenni golfvallarins.

Myndbrot frá mótinu, sem var í beinni útsendingu á Stöð2 Sport, má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Í gær stal api nokkur senunni þegar hann nældi sér í nesti starfsmanns mótsins en atvikið, í lýsingu Þorsteins Hallgrímssonar, má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×