Barcelona slátraði Böskunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2012 18:30 Nordicphotos/Getty Barcelona vann 5-1 sigur á Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn á Nývangi var einstefna af hálfu Börsunga. Miðvörðurinn Gerard Piqué kom þeim yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og þremur mínútum síðar slapp Lionel Messi einn í gegnum vörn gestanna. Argentínumaðurinn lyfti boltanum yfir markvörð gestanna og í markinu hafnaði hann þrátt fyrir að Fernando Amorebieta, varnarmaður Athletic, gerði heiðarlega tilraun til þess að bjarga marinu. Óvíst er á þessari stundu hvort Messi fái markið skráð eða hvort sjálfsmark verði niðurstaðan. Adriano bætti við þriðja markinu í viðbótartíma í fyrri hálfleik eftir sendingu frá Cesc Fabregas. Staðan 3-0 í hálfleik og björninn unninn. Cesc Fabregas bætti við fjórða marki Börsunga eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik eftir frábæran undirbúning Andres Iniesta. Ibai Gómez minnkaði muninn fyrir gestina um miðjan hálfleikinn. Þá var komið að Argentínumanninum Lionel Messi. Hann skoraði 83 mark sitt á árinu með frábæru hægri fótar skoti úr teignum og vantar nú aðeins tvö mörk upp á að jafna markamet Þjóðverjans Gerd Müller. Með sigrinum setti Barcelona met í spænskri knattspyrnusögu. Ekkert lið hefur byrjað leiktíðina betur en Börsungar hafa 40 stig að loknum fjórtán leikjum. Metið var í eigu Real Madrid frá því tímabilið 1961-62. Madrídingar fengu þá 39 stig úr 14 leikjum. Spænski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Sjá meira
Barcelona vann 5-1 sigur á Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leikurinn á Nývangi var einstefna af hálfu Börsunga. Miðvörðurinn Gerard Piqué kom þeim yfir um miðjan fyrri hálfleikinn og þremur mínútum síðar slapp Lionel Messi einn í gegnum vörn gestanna. Argentínumaðurinn lyfti boltanum yfir markvörð gestanna og í markinu hafnaði hann þrátt fyrir að Fernando Amorebieta, varnarmaður Athletic, gerði heiðarlega tilraun til þess að bjarga marinu. Óvíst er á þessari stundu hvort Messi fái markið skráð eða hvort sjálfsmark verði niðurstaðan. Adriano bætti við þriðja markinu í viðbótartíma í fyrri hálfleik eftir sendingu frá Cesc Fabregas. Staðan 3-0 í hálfleik og björninn unninn. Cesc Fabregas bætti við fjórða marki Börsunga eftir tíu mínútna leik í síðari hálfleik eftir frábæran undirbúning Andres Iniesta. Ibai Gómez minnkaði muninn fyrir gestina um miðjan hálfleikinn. Þá var komið að Argentínumanninum Lionel Messi. Hann skoraði 83 mark sitt á árinu með frábæru hægri fótar skoti úr teignum og vantar nú aðeins tvö mörk upp á að jafna markamet Þjóðverjans Gerd Müller. Með sigrinum setti Barcelona met í spænskri knattspyrnusögu. Ekkert lið hefur byrjað leiktíðina betur en Börsungar hafa 40 stig að loknum fjórtán leikjum. Metið var í eigu Real Madrid frá því tímabilið 1961-62. Madrídingar fengu þá 39 stig úr 14 leikjum.
Spænski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Dagskráin í dag: Rashford, Bónus deild karla og margt fleira Sport Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Körfubolti Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti Tók hana fjögur ár að skrifa ævisögu Anníe Sport Fleiri fréttir Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Sjá meira