Fótbolti

Kvennalandsliðið mætir Dönum í vináttuleik

Sara B Gunnarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu mæta Dönum í vináttuleik í júní á næsta ári.
Sara B Gunnarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu mæta Dönum í vináttuleik í júní á næsta ári. Daníel
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu mætir Dönum í vináttuleik þann 20. júní á næsta ári og verður leikið í Danmörku. Leikurinn verður að öllum líkindum síðasti leikur Íslands áður en úrslitakeppnin Evrópumótsins hefst þann 10. júlí í Svíþjóð.

Danir eru líkt og Íslendingar á meðal keppenda á EM. Danir eru í A-riðli ásamt Svíþjóð, Ítalíu og Finnlandi. Danmörk í 15. sæti á styrkleikalista FIFA en Íslands er þar skammt á eftir eða í 15. sæti.

Ísland og Danmörk hafa mæst sex sinnum áður og Ísland hefur aðeins einu sinni lagt Dani að velli. Það var á Algarvemótinu árið 2011. Danir hafa unnið fimm leiki. Ísland mætir Skotlandi í vináttuleik á Laugardalsvelli þann 1. júní og í mars verður leikið í Algarve-bikarnum á Spáni þar sem að mótherjar Íslands verða Bandaríkin, Svíþjóð og Kína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×