Heiðar í hóp hinna útvöldu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. janúar 2012 07:00 Heiðar Helguson með styttuna góðu þegar hann tók við henni í Lundúnum fyrr í vikunni. Heiðar Helguson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 stigum meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn en Heiðar er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur útnefninguna síðan Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Hann er sjöundi knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem verður fyrir valinu. Hann var vitanlega hæstánægður með viðurkenninguna en segir að hann hafi ekkert leitt hugann að því hvort hann taldi sig eiga möguleika áður en listi yfir þá tíu sem flest atkvæði fengu í kjörinu var birtur í fjölmiðlum á aðfangadag. „En þá vildi maður auðvitað vinna þetta," sagði hann. „En ég get ekki sagt að þetta sé eitthvað sem ég átti nokkru sinni von á að fá. Þetta var því óvænt og mikil ánægja. Ég er stoltur af þessari útnefningu og þetta fer nálægt því að vera toppurinn á mínum ferli." Besta árið á ferlinumMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar átti mjög góðu gengi að fagna á árinu 2011. Lið hans, Queens Park Rangers, bar sigur úr býtum í ensku B-deildinni í vor og vann sér um leið sæti í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar er þar markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk en hann skoraði einnig mikið á síðari hluta síðasta tímabils. „Ég held að með þessari útnefningu sé árið 2011 orðið það besta hingað til á ferlinum," segir Heiðar um afrek hins nýliðna árs. Hann segir að það standi upp úr á knattspyrnuferlinum að hafa komist upp í úrvalsdeildina með QPR eftir nokkur skrautleg ár hjá félaginu. Heiðar samdi við það sem lánsmaður frá Bolton í nóvember árið 2008, skoraði mikið og var svo keyptur í janúar 2009. Félagið gekk í gegnum miklar breytingar á næstu árum og Heiðar fékk ekki alltaf að spila eins mikið og hann vildi. Hann var til að mynda lánaður í tvígang til Watford, sem hann lék með frá 2000 til 2005. „Það var toppurinn að komast upp. Ég hef eytt meirihlutanum af mínum ferli í þessari deild og eiginlega aldrei áður tekið í toppbaráttunni. Það hafði reynst erfitt fyrir QPR að komast upp, sérstaklega eftir ruglið sem gekk á síðustu 2-3 ár á undan. Það var í raun algjör sirkus," segir Heiðar en hann hrósar Neil Warnock, núverandi knattspyrnustjóra, mikið en hann tók við liðinu í mars árið 2010. „Hann náði að snúa gengi liðsins við á aðeins fjórtán mánuðum og kom því upp í úrvalsdeildina." Átti að fá fleiri ár í úrvalsdeildinniMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar kom fyrst til Englands í janúar árið 2000 eftir að hafa verið í tvö ár hjá Lilleström í Noregi. Þá samdi hann við Watford sem var nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Liðið féll þó um vorið og Heiðar var í ensku B-deildinni þar til að hann var keyptur til Fulham árið 2005. Tveimur árum síðar samdi hann við Bolton en meiðsli hrjáðu hann mikið á þessum árum. „Mér finnst að ég hefði átt að fá fleiri ár í ensku úrvalsdeildinni. Ég spilaði mismikið á þeim 4-5 árum sem ég var í henni og ef ég hefði ekki meiðst er aldrei að vita hvað hefði gerst," sagði Heiðar sem segist þó ekki sjá eftir neinu. „Það þýðir ekkert að ætla að breyta einhverju eftir á. Ég hef tekið mínar ákvarðanir og þarf að standa með þeim." Heiðar er nýbúinn að framlengja samning sinn við QPR til loka tímabilsins 2013. Hann segist ekki vita hvað taki við þá. „Ef maður hefur heilsu og áhuga til að halda áfram þá gerir maður það," sagði hann og útilokaði ekki að starfa áfram í knattspyrnuheiminum. „Ég hef verið að fara á þjálfaranámskeið en framhaldið er þó óákveðið." Gott að hafa fjölskyldunaMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar býr í Lundúnum með eiginkonu sinni, Eik Gísladóttur og þremur sonum. Hann segir gott að hafa fjölskylduna með sér. „Hún hefur ávallt gefið mér mjög mikið. Sama hvernig gengur í fótboltanum þá er fjölskyldulífið alltaf eins – það þarf að vakna með strákunum og fara með þá í skólann. Það breytist ekki og heldur manni á jörðinni," sagði íþróttamaður ársins 2011. Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira
Heiðar Helguson var í gær útnefndur íþróttamaður ársins 2011 af Samtökum íþróttafréttamanna. Heiðar hlaut 229 stig í kjörinu, 30 stigum meira en spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir sem varð í öðru sæti. Þetta var í 56. sinn sem íþróttamaður ársins er valinn en Heiðar er fyrsti knattspyrnumaðurinn sem hlýtur útnefninguna síðan Margrét Lára Viðarsdóttir var valin árið 2007. Hann er sjöundi knattspyrnumaðurinn frá upphafi sem verður fyrir valinu. Hann var vitanlega hæstánægður með viðurkenninguna en segir að hann hafi ekkert leitt hugann að því hvort hann taldi sig eiga möguleika áður en listi yfir þá tíu sem flest atkvæði fengu í kjörinu var birtur í fjölmiðlum á aðfangadag. „En þá vildi maður auðvitað vinna þetta," sagði hann. „En ég get ekki sagt að þetta sé eitthvað sem ég átti nokkru sinni von á að fá. Þetta var því óvænt og mikil ánægja. Ég er stoltur af þessari útnefningu og þetta fer nálægt því að vera toppurinn á mínum ferli." Besta árið á ferlinumMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar átti mjög góðu gengi að fagna á árinu 2011. Lið hans, Queens Park Rangers, bar sigur úr býtum í ensku B-deildinni í vor og vann sér um leið sæti í ensku úrvalsdeildinni. Heiðar er þar markahæsti leikmaður liðsins með sjö mörk en hann skoraði einnig mikið á síðari hluta síðasta tímabils. „Ég held að með þessari útnefningu sé árið 2011 orðið það besta hingað til á ferlinum," segir Heiðar um afrek hins nýliðna árs. Hann segir að það standi upp úr á knattspyrnuferlinum að hafa komist upp í úrvalsdeildina með QPR eftir nokkur skrautleg ár hjá félaginu. Heiðar samdi við það sem lánsmaður frá Bolton í nóvember árið 2008, skoraði mikið og var svo keyptur í janúar 2009. Félagið gekk í gegnum miklar breytingar á næstu árum og Heiðar fékk ekki alltaf að spila eins mikið og hann vildi. Hann var til að mynda lánaður í tvígang til Watford, sem hann lék með frá 2000 til 2005. „Það var toppurinn að komast upp. Ég hef eytt meirihlutanum af mínum ferli í þessari deild og eiginlega aldrei áður tekið í toppbaráttunni. Það hafði reynst erfitt fyrir QPR að komast upp, sérstaklega eftir ruglið sem gekk á síðustu 2-3 ár á undan. Það var í raun algjör sirkus," segir Heiðar en hann hrósar Neil Warnock, núverandi knattspyrnustjóra, mikið en hann tók við liðinu í mars árið 2010. „Hann náði að snúa gengi liðsins við á aðeins fjórtán mánuðum og kom því upp í úrvalsdeildina." Átti að fá fleiri ár í úrvalsdeildinniMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar kom fyrst til Englands í janúar árið 2000 eftir að hafa verið í tvö ár hjá Lilleström í Noregi. Þá samdi hann við Watford sem var nýliði í ensku úrvalsdeildinni. Liðið féll þó um vorið og Heiðar var í ensku B-deildinni þar til að hann var keyptur til Fulham árið 2005. Tveimur árum síðar samdi hann við Bolton en meiðsli hrjáðu hann mikið á þessum árum. „Mér finnst að ég hefði átt að fá fleiri ár í ensku úrvalsdeildinni. Ég spilaði mismikið á þeim 4-5 árum sem ég var í henni og ef ég hefði ekki meiðst er aldrei að vita hvað hefði gerst," sagði Heiðar sem segist þó ekki sjá eftir neinu. „Það þýðir ekkert að ætla að breyta einhverju eftir á. Ég hef tekið mínar ákvarðanir og þarf að standa með þeim." Heiðar er nýbúinn að framlengja samning sinn við QPR til loka tímabilsins 2013. Hann segist ekki vita hvað taki við þá. „Ef maður hefur heilsu og áhuga til að halda áfram þá gerir maður það," sagði hann og útilokaði ekki að starfa áfram í knattspyrnuheiminum. „Ég hef verið að fara á þjálfaranámskeið en framhaldið er þó óákveðið." Gott að hafa fjölskyldunaMynd/Nordicphotos/GettyHeiðar býr í Lundúnum með eiginkonu sinni, Eik Gísladóttur og þremur sonum. Hann segir gott að hafa fjölskylduna með sér. „Hún hefur ávallt gefið mér mjög mikið. Sama hvernig gengur í fótboltanum þá er fjölskyldulífið alltaf eins – það þarf að vakna með strákunum og fara með þá í skólann. Það breytist ekki og heldur manni á jörðinni," sagði íþróttamaður ársins 2011.
Íslenski boltinn Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Fleiri fréttir Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Sjá meira