Skoða stöðu Jens eftir viðbrögð stjórnvalda 10. janúar 2012 06:15 Talið er að um 400 konur hér á landi hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P., sem innihéldu hættulegt iðnaðarsílíkon. Myndin er úr safni. Nordicphotos/afp Nordicphotos/afp Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækninga á Landspítalanum, að minnsta kosti um sinn. Forstjóri spítalans bíður eftir ráðuneyti og landlækni. Tæplega fjörutíu konur hyggjast lögsækja Jens vegna hættulegra sílíkonpúða. Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækningadeildar Landspítalans, að minnsta kosti þar til stjórnvöld hafa farið yfir þátt hans í máli þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af völdum P.I.P.-sílíkonpúða. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Tæplega fjörutíu konur hafa ráðið sér lögmann og hyggja á málsókn á hendur Jens, sem flutti inn P.I.P. sílíkonpúðana og notaði þá við brjóstastækkunaraðgerðir á einkastofu sinni um árabil. Komið hefur í ljós að umræddir púðar innihéldu iðnaðarsílíkon, sem getur verið mjög skaðlegt fólki ef leki kemur að púðunum. Púðarnir, sem eru franskir að uppruna, voru teknir úr sölu í Bandaríkjunum fyrir áratug. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að enn liggi ekki fyrir staðfesting á því að slíkt mál verði höfðað og þangað til muni yfirstjórn spítalans bíða átekta. „Þetta er svo mikið moldviðri núna,“ segir Björn. „Við höfum haft hægt um okkur og sjáum svo hvað gerist í næstu skrefum.“ Björn bendir á að Jens hafi ekki sýnt af sér þá háttsemi sem honum er gefin að sök í starfi sínu á spítalanum, heldur á einkastofu sinni. „Við ætlum að bíða eftir viðbrögðum ráðuneytisins og landlæknis og svo þurfum við að meta hvaða áhrif þetta hefur á hans starf hjá okkur og ræða um þetta við hann,“ segir hann. Landlæknir hefur vegna málsins kallað eftir upplýsingum frá íslenskum lýtalæknum um allar brjóstaaðgerðir sem gerðar hafa verið hérlendis frá árinu 2000. Talið er að um 400 konur hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P. og er ráðgert að heilbrigðisyfirvöld verji tæpum tíu milljónum í að skima eftir þeim og fjarlægja leka púða.stigur@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækninga á Landspítalanum, að minnsta kosti um sinn. Forstjóri spítalans bíður eftir ráðuneyti og landlækni. Tæplega fjörutíu konur hyggjast lögsækja Jens vegna hættulegra sílíkonpúða. Jens Kjartansson verður áfram yfirmaður lýtalækningadeildar Landspítalans, að minnsta kosti þar til stjórnvöld hafa farið yfir þátt hans í máli þeirra sem telja sig hafa orðið fyrir skaða af völdum P.I.P.-sílíkonpúða. Þetta segir forstjóri Landspítalans. Tæplega fjörutíu konur hafa ráðið sér lögmann og hyggja á málsókn á hendur Jens, sem flutti inn P.I.P. sílíkonpúðana og notaði þá við brjóstastækkunaraðgerðir á einkastofu sinni um árabil. Komið hefur í ljós að umræddir púðar innihéldu iðnaðarsílíkon, sem getur verið mjög skaðlegt fólki ef leki kemur að púðunum. Púðarnir, sem eru franskir að uppruna, voru teknir úr sölu í Bandaríkjunum fyrir áratug. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að enn liggi ekki fyrir staðfesting á því að slíkt mál verði höfðað og þangað til muni yfirstjórn spítalans bíða átekta. „Þetta er svo mikið moldviðri núna,“ segir Björn. „Við höfum haft hægt um okkur og sjáum svo hvað gerist í næstu skrefum.“ Björn bendir á að Jens hafi ekki sýnt af sér þá háttsemi sem honum er gefin að sök í starfi sínu á spítalanum, heldur á einkastofu sinni. „Við ætlum að bíða eftir viðbrögðum ráðuneytisins og landlæknis og svo þurfum við að meta hvaða áhrif þetta hefur á hans starf hjá okkur og ræða um þetta við hann,“ segir hann. Landlæknir hefur vegna málsins kallað eftir upplýsingum frá íslenskum lýtalæknum um allar brjóstaaðgerðir sem gerðar hafa verið hérlendis frá árinu 2000. Talið er að um 400 konur hafi fengið sílíkonpúða frá P.I.P. og er ráðgert að heilbrigðisyfirvöld verji tæpum tíu milljónum í að skima eftir þeim og fjarlægja leka púða.stigur@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira