Vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. janúar 2012 06:00 Jovan Zdravevski hefur aðeins spilað í tæpar 62 mínútur í deildinni í vetur. Fréttablaðið/Valli Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugðist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann," segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin festist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann áftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfingar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum," segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór útaf í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikjum. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leikirnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda," segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvægur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálpar okkur að teygja varnir mótherjanna," segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka," sagði Teitur að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Stjarnan verður enn á ný án Jovans Zdravevski þegar liðið mætir Grindavík í toppslag Iceland Express-deildar karla í kvöld. Jovan hefur verið einn allra besti leikmaður Stjörnuliðsins undanfarin tímabil en hann hefur nánast ekkert verið með í vetur vegna meiðsla. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir Jovan ekkert vera að lagast og að það líti allt út fyrir að hann verði ekkert með í vetur. Stjörnumenn hafa brugðist við þessu með því að semja við kraftframherjann Renato Lindmets sem stóð sig vel með Stjörnunni í fyrra þegar liðið fór alla leið í lokaúrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. „Við vitum ekki neitt og staðan á Jovan núna er nákvæmlega eins og hún var fyrir tveimur og hálfum mánuði síðan. Hann er ekkert byrjaður að æfa með okkur aftur. Við vitum ekki hvort að hann geti harkað af sér en það væri óskandi að sársaukinn verði það lítill að hann nái að spila í gegnum hann," segir Teitur en svo bíður Jovans væntanlega aðgerð eftir tímabilið. Hann skaddaði sinafestingar undir öðrum fætinum þar sem sinin festist í hælinn. „Ég er löngu kominn yfir það að vera bjartsýnn og það verður bara bónus ef við fáum hann áftur inn. Hann reynir að gera aðrar æfingar og heldur sér í formi. Hann er búinn að létta sig síðan í fyrra og það hjálpar honum. Honum er virkilega alvara að reyna að ná sér góðum," segir Teitur. Jovan hefur ekkert spilað síðan hann fór útaf í fyrsta leikhluta á móti KR í lok október. Stjarnan var þá 26-15 yfir en tapaði síðustu 32 mínútum leiksins með 19 stiga mun. Stjörnumenn hafa samt sem áður haldið velli og eru í 2. sæti deildarinnar með 8 sigra í 10 leikjum. „Það er ömurlegt að hann hafi ekkert verið með okkur. Einu leikirnir sem hann gat spilað voru á móti Val og Haukum þar sem við þurftum ekki á honum að halda," segir Teitur og bætir við: „Jovan er ofboðslega mikilvægur fyrir okkur því hann er eini maðurinn sem ég get skipt á milli þess að spila bakvörð og að spila inni í teig. Hann kann allar stöður í öllum kerfum og hefur frábæra körfuboltagreind. Hann hjálpar okkur að teygja varnir mótherjanna," segir Teitur. „Þetta er algjör snillingur og það elska allir Jovan sem hafa spilað með honum. Við krossum nú putta því það væri alveg stórkostlegt að fá hann til baka," sagði Teitur að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli