Hafna hugmyndum Arababandalagsins 24. janúar 2012 00:30 Órói magnast Tugir þúsunda manna og kvenna hafa mótmælt ofríki Bashars al-Assad forseta á götum Sýrlands síðasta árið. Arababandalagið hefur reynt að stilla til friðar, en án árangurs. Fréttablaðið/AP Stjórnvöld í Sýrlandi höfnuðu í gær hugmyndum Arababandalagsins um að koma á friði í landinu. Þær fólu meðal annars í sér að Bashar a-Assad forseti færi frá völdum, þjóðstjórn yrði mynduð innan tveggja mánaða og lýðræðislegar kosningar færu fram undir alþjóðlegu eftirliti. Assad hefur neitað að taka ábyrgð á ofbeldinu sem hefur geisað í landinu í tæpt ár og kostað á sjötta þúsund manna lífið. Þess í stað kennir hann hryðjuverkamönnum og útsendurum erlendra samsærismanna um ástandið. Tillögurnar eru að mati stjórnvalda óumbeðin erlend afskipti af innanríkismálum Sýrlands og skýrt brot á fullveldi landsins. Evrópusambandið lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Arababandalagsins og herti enn frekar refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum í Sýrlandi. Samkvæmt þeim eru eignir 22ja einstaklinga, tengdum stjórnvöldum, frystar og bætast við hóp um 100 manna sem eins er ástatt um. Arababandalagið hefur verið við eftirlit í landinu í einn mánuð og framlengdi dvöl sína um mánuð í viðbót í gær. Andófshópar í Sýrlandi eru ósáttir við tillögur Arababandalagsins sem þeim finnst ganga of skammt. Allt annað en tafarlaus afsögn Assads muni aðeins gefa stjórnvöldum meiri tíma til að berja niður andóf í landinu. Sýrlensk stjórnvöld eru þó ekki alein á báti því að fregnir bárust af því í gær að Rússar hefðu ákveðið að selja þeim 36 orrustuþotur. - þj Fréttir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Stjórnvöld í Sýrlandi höfnuðu í gær hugmyndum Arababandalagsins um að koma á friði í landinu. Þær fólu meðal annars í sér að Bashar a-Assad forseti færi frá völdum, þjóðstjórn yrði mynduð innan tveggja mánaða og lýðræðislegar kosningar færu fram undir alþjóðlegu eftirliti. Assad hefur neitað að taka ábyrgð á ofbeldinu sem hefur geisað í landinu í tæpt ár og kostað á sjötta þúsund manna lífið. Þess í stað kennir hann hryðjuverkamönnum og útsendurum erlendra samsærismanna um ástandið. Tillögurnar eru að mati stjórnvalda óumbeðin erlend afskipti af innanríkismálum Sýrlands og skýrt brot á fullveldi landsins. Evrópusambandið lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Arababandalagsins og herti enn frekar refsiaðgerðir sínar gegn stjórnvöldum í Sýrlandi. Samkvæmt þeim eru eignir 22ja einstaklinga, tengdum stjórnvöldum, frystar og bætast við hóp um 100 manna sem eins er ástatt um. Arababandalagið hefur verið við eftirlit í landinu í einn mánuð og framlengdi dvöl sína um mánuð í viðbót í gær. Andófshópar í Sýrlandi eru ósáttir við tillögur Arababandalagsins sem þeim finnst ganga of skammt. Allt annað en tafarlaus afsögn Assads muni aðeins gefa stjórnvöldum meiri tíma til að berja niður andóf í landinu. Sýrlensk stjórnvöld eru þó ekki alein á báti því að fregnir bárust af því í gær að Rússar hefðu ákveðið að selja þeim 36 orrustuþotur. - þj
Fréttir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira