Pistillinn: Ógreidd meðlög og símreikningar Hlynur Bæringsson skrifar 28. janúar 2012 06:00 Hlynur Bæringsson. Mynd/Valli Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út. Ég mun eingöngu tala um Bandaríkjamenn, ég er á móti því að banna Evrópumönnum að spila á Íslandi, finnst það fáránlegt í ljósi allra þeirra Íslendinga sem njóta góðs af því að teljast ekki útlendingar í deildum Evrópu. Það eru ekki eingöngu atvinnumenn heldur líka þeir sem eru að sprikla með námi í neðri deildum í fjölmörgum íþróttum. Já, blessaðir Kanarnir. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Margir gefa mikið af sér bæði til síns klúbbs og til körfuboltans með því að færa leikinn upp á hærra stig og bæta þannig íslenska leikmenn, t.d. menn eins og Brenton Birmingham og Justin Shouse. Þeir eru líka ansi margir sem gleymast strax og skilja lítið eftir sig nema þá helst ógreidd meðlög og símreikninga. Deildin er núna búin að missa marga leikmenn út, bæði í skóla og atvinnumennsku. Því hefur myndast smá hola og Kanarnir því mjög áberandi og það fer í taugarnar á mörgum. Mín skoðun er sú að við þurfum útlendinga en ættum ekki að fylla deildina af þeim. Tveir útlendingar í liði er fínt að mínu mati. Auka samkeppnina og gera deildina betri. Lið verða svo að bera ábyrgð á því að þau séu ekki að fá leikmenn í þær stöður þar sem þeirra bestu ungu leikmenn eru fyrir. Ég skil og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum um að mínútum fækki hjá íslenskum leikmönnum en ég tel að bestu leikmennirnir muni hagnast á útlendingum, þeir munu rísa upp fyrir þá útlendinga sem koma og nota þá til að koma sínum leik á hærra stig. Ég vil fjölga þeim mönnum frekar en þeim sem fá að spila mikið. Mikil samkeppni bætir leikmennina sem virkilega vilja ná langt, og þeir munu ná langt. Til þess að koma í veg fyrir að útlendingar séu svona áberandi vil ég fækka liðum í efstu deild, hafa þau í mesta lagi tíu. Þá myndu bestu Íslendingarnir deilast á færri lið og meðalgeta hvers lið verða betri. Við höfum að mínu mati ekki nægilega stóran hóp leikmanna til að halda úti góðri tólf liða deild. Þetta myndi einnig gera 1. deildina sterkari og yrði þá meiri samkeppni um að komast upp. Pistillinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Sjá meira
Útlendingar í íslenska körfuboltanum eru eilíft þrætuefni innan körfuboltahreyfingarinnar, skiljanlega. Vera þeirra og hve margir þeir eru hefur mikil áhrif á það hvernig deildin lítur út. Ég mun eingöngu tala um Bandaríkjamenn, ég er á móti því að banna Evrópumönnum að spila á Íslandi, finnst það fáránlegt í ljósi allra þeirra Íslendinga sem njóta góðs af því að teljast ekki útlendingar í deildum Evrópu. Það eru ekki eingöngu atvinnumenn heldur líka þeir sem eru að sprikla með námi í neðri deildum í fjölmörgum íþróttum. Já, blessaðir Kanarnir. Þeir eru eins misjafnir og þeir eru margir. Margir gefa mikið af sér bæði til síns klúbbs og til körfuboltans með því að færa leikinn upp á hærra stig og bæta þannig íslenska leikmenn, t.d. menn eins og Brenton Birmingham og Justin Shouse. Þeir eru líka ansi margir sem gleymast strax og skilja lítið eftir sig nema þá helst ógreidd meðlög og símreikninga. Deildin er núna búin að missa marga leikmenn út, bæði í skóla og atvinnumennsku. Því hefur myndast smá hola og Kanarnir því mjög áberandi og það fer í taugarnar á mörgum. Mín skoðun er sú að við þurfum útlendinga en ættum ekki að fylla deildina af þeim. Tveir útlendingar í liði er fínt að mínu mati. Auka samkeppnina og gera deildina betri. Lið verða svo að bera ábyrgð á því að þau séu ekki að fá leikmenn í þær stöður þar sem þeirra bestu ungu leikmenn eru fyrir. Ég skil og ber virðingu fyrir öðrum sjónarmiðum um að mínútum fækki hjá íslenskum leikmönnum en ég tel að bestu leikmennirnir muni hagnast á útlendingum, þeir munu rísa upp fyrir þá útlendinga sem koma og nota þá til að koma sínum leik á hærra stig. Ég vil fjölga þeim mönnum frekar en þeim sem fá að spila mikið. Mikil samkeppni bætir leikmennina sem virkilega vilja ná langt, og þeir munu ná langt. Til þess að koma í veg fyrir að útlendingar séu svona áberandi vil ég fækka liðum í efstu deild, hafa þau í mesta lagi tíu. Þá myndu bestu Íslendingarnir deilast á færri lið og meðalgeta hvers lið verða betri. Við höfum að mínu mati ekki nægilega stóran hóp leikmanna til að halda úti góðri tólf liða deild. Þetta myndi einnig gera 1. deildina sterkari og yrði þá meiri samkeppni um að komast upp.
Pistillinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Sport Króatar á HM en draumur Færeyja úti Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Fótbolti Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Fótbolti Fleiri fréttir „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Styrmir sterkur í sigri á Spáni Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Sjá meira