Handbolti

45 daga bið endar í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Haukar unnu 9 af síðustu 10 deildarleikjum sínum fyrir jól.
Haukar unnu 9 af síðustu 10 deildarleikjum sínum fyrir jól. Fréttablaðið/Valli
N1 deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir 45 daga hlé vegna jólafrís og Evrópumótsins í Serbíu. Öll átta liðin verða í eldlínunni og allir fjórir leikirnir verða í beinni á boltavakt Vísis. Í textalýsingunni má sjá jafnóðum upplýsingar um hvert skot, hvert mark og hvert varið skot í leikjunum.

Stórleikir kvöldsins eru annars vegar á milli frændfélaganna Vals og Hauka í Vodafone-höllinni á Hlíðarenda og hins vegar leikur Akureyrar og HK í Höllinni á Akureyri. Fram fær síðan botnlið Gróttu í heimsókn og FH tekur á móti Aftureldingu í Kaplakrika. Allir leikir hefjast klukkan 19.30 nema sá á Akureyri sem hefst hálftíma fyrr.

Haukar eru með fimm stiga forskot á FH og HK sem koma næst en Fram og Akureyri eru síðan aðeins stigi á eftir. Valsmenn eru þremur stigum frá sæti í úrslitakeppninni og þurfa helst tvö stig á móti toppliðinu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×