Lygabrigsl fréttastofu Ögmundur Jónasson skrifar 14. febrúar 2012 06:00 Árið 1996 kynnti þáverandi ríkisstjórn lagafrumvarp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Ef frumvarpið hefði náð fram að ganga hefði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verið rústað. Þannig hefði svokölluð eftirmannsregla verið lögð af í einu vetfangi svo veigamikið atriði sé nefnt. Lífeyriskjör hefðu verið rýrð hjá fólki sem árum og áratugum saman hafði samið um lakari launakjör til að viðhalda eins traustum lífeyrisréttindum og kostur var. Þessu tókst að afstýra. BSRB, BHM og Kennarasamband Íslands risu upp til varnar réttindum félagsmanna sinna og innan veggja Alþingis var einnig harður slagur. Frumvarpið var stöðvað og settust fulltrúar fyrrnefndra samtaka að samningaborði sumarlangt með fulltrúum fjármálaráðuneytis og síðar Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þegar liðið var fram á haust náðust samningar um að varðveita öll þegar áunnin réttindi og smíða nýtt kerfi, áþekkt því sem var á almennum launamarkaði en með betri kjörum þó. Við samningaborðið tókum við ekki annað í mál en að iðgjöldin í nýju kerfi væru nægilega há til að ætla mætti að þau risu undir réttindum sem væru áþekk því sem gerðist í gamla kerfinu.Mikilvægur sigur Þennan varnarsigur tel ég einn merkasta sigurinn sem vannst í kjarabaráttunni á vettvangi opinberra starfsmanna á undanförnum tveimur áratugum. Mætti hafa mörg orð um þessi átök og aðdraganda þeirra. Þegar samningar höfðu náðst lagði fjármálaráðherra að nýju fram frumvarp sem byggðist á þeim. Að sjálfsögðu studdi ég frumvarpið enda hafði ég gegnt hlutverki aðalsamningamanns BSRB. En ekki voru öll kurl komin til grafar því meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vildi gera þá breytingu á frumvarpinu að þar yrði sett inn ákvæði þess efnis að lífeyrissjóðirnir yrðu lögþvingaðir til að fjárfesta jafnan þar sem ávöxtun væri mest, að vísu er einnig tekið fram að fjárfestingin þyrfti að vera traust, en þetta var meginstefið. Þegar þessi grein frumvarpsins var endanlega borin upp til atkvæða, sat ég hjá við atkvæðagreiðsluna og var þar einn á báti, en hafði uppi eftirfarandi varnaðarorð: „Hér eru greidd atkvæði um ákvæði þar sem lögbundið er að jafnan sé leitað eftir hæstu ávöxtun sem völ er á á markaði. Ég tel rangt að lögþvinga hámarksvexti með þessum hætti. Ég tel hins vegar rétt að sjóðstjórn gæti þess jafnan að leita eftir ávöxtun fjármuna sjóðsins á ábyrgan hátt. Ég get því ekki stutt þessa breytingu.“Hvers vegna ekki hámarksávöxtun? Nú má spyrja hvers vegna lífeyrissjóðirnir ættu ekki að hlaupa jafnan eftir mestu ávöxtunarmöguleikum sem byðust hverju sinni? Ástæðurnar eru að mínu mati margar. Í fyrsta lagi verða lífeyrissjóðir fyrir bragðið ótraustari bakhjarl en ella, stöðugt flöktandi og á höttunum eftir einhverju betra. Þetta hefur og verið reynslan, bæði hér á landi og erlendis í þeirri gróðavímu sem heimurinn var í upp úr aldamótum. Í öðru lagi hélt ég því jafnan fram að því meiri arðsemis- eða vaxtakröfur sem gerðar væru á hendur fyrirtækjum og fjölskyldum af hálfu fjármagnseigenda, þeim mun hættara væri við að hinir fyrrnefndu bognuðu undan byrðunum og lánveitendur kæmu því að tómum kofum á skuldadögum. Þar með fengju lífeyrisþegar ekki sitt. Þessari röksemd beitti ég jafnan þegar stjórn LSR ræddi vaxtahækkanir. Vísaði ég þá til þess hluta fyrrnefndrar lagagreinar sem kvað á um öryggið. Á það vildu fáir hlusta jafnvel þótt bent væri á að við hefðum miklum skyldum að sinna sem stærstu fjárfestar á Íslandi, sem værum fyrir bragðið fordæmisgefandi fyrir markaðinn. Þá hef ég haldið því fram að fjármagn lífeyrissjóðanna væri betur komið í samfélagslegum verkefnum sem ráðist væri í fyrir milligöngu ríkissjóðs. Sú var einmitt tíðin að megnið af fjármagni lífeyrissjóðanna rann til uppbyggingar í húsnæðiskerfinu og víðar til samfélagslega mikilvægra verkefna. Ef þann hátt ætti að hafa á dugar ekki að búa við lagaákvæði sem nánast lögþvingar okur!Ræða þarf framtíð lífeyrissjóða Þessa umræðu er nú brýnt að taka þegar framtíð lífeyrissjóðanna verður rædd sem óhjákvæmilegt er að gera. En ástæðan fyrir því að ég sé ástæðu til að skrifa þessa grein markast ekki aðeins af löngun minni til að taka þátt í umræðu um lífeyrismál til framtíðar heldur einnig til að leiðrétta rangfærslur fréttastofu Sjónvarps sem hefur verið í undarlegri vegferð í umfjöllun um lífeyrismál; búið til fréttir sem hafa átt að sannfæra fólk um að ég, öðrum fremur, beri ábyrgð á tapi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í hruninu, á árunum 2008 til 2010 þar sem ég hafi verið stjórnarformaður LSR árið 2007! Vegna þessa fréttaflutnings mætti ég í Kastljósviðtal í Sjónvarpinu til að svara fyrir mig. Þar drýgði ég þá höfuðsynd að gagnrýna fjölmiðla fyrir skort á dýpt í fréttaflutningi um lífeyrismálin og stend ég við þá gagnrýni. Gagnrýnin féll í grýttan jarðveg og uppskeran varð sú ein að fréttastofan hefur lagst í miklar rannsóknir til að reyna að sýna fram á að ég hafi haft rangt við í þættinum.Ómerkileg fréttamennska Þannig var því slegið upp að ég hefði samþykkt lífeyrissjóðsfrumvarpið frá árinu 1996, sem ég lýsti hér að framan. Þar með virðist mér hafi átt að dæma ómerka fullyrðingu mína í Kastljósinu að ég hefði á sínum tíma andmælt lagaákvæði um hámarksávöxtun lífeyrissjóða. Ögmundur sagði „já við sjóðabraski“, sagði fréttastofa Sjónvarpsins í uppsláttarfrétt. Umfjöllun um þetta ætti ekki erindi á síður dagblaða nema fyrir þá sök að ég ætla ekki að sitja þegjandi undir því að fréttastofa Ríkisútvarpsins beri upp á mig lygar. Þekking fréttamanna Ríkisútvarpsins á störfum Alþingis á að vera nægjanlega mikil til að þeir kunni að lesa rétt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hefði ég greitt atkvæði gegn lögunum í heild sinni hefði ég um leið kosið gegn samningum sem ég átti sjálfur stóran þátt í. Þess vegna gerði ég hið eina rétta í stöðunni: Andmælti í ræðustóli Alþingis því ákvæði sem ég var mótfallinn og studdi það ekki. Fréttastofa Sjónvarps hefur ekki séð sóma sinn í að leiðrétta lygabrigslin en geri ég það hér með gagnvart þeim sem þetta lesa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 1996 kynnti þáverandi ríkisstjórn lagafrumvarp um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Ef frumvarpið hefði náð fram að ganga hefði lífeyriskerfi opinberra starfsmanna verið rústað. Þannig hefði svokölluð eftirmannsregla verið lögð af í einu vetfangi svo veigamikið atriði sé nefnt. Lífeyriskjör hefðu verið rýrð hjá fólki sem árum og áratugum saman hafði samið um lakari launakjör til að viðhalda eins traustum lífeyrisréttindum og kostur var. Þessu tókst að afstýra. BSRB, BHM og Kennarasamband Íslands risu upp til varnar réttindum félagsmanna sinna og innan veggja Alþingis var einnig harður slagur. Frumvarpið var stöðvað og settust fulltrúar fyrrnefndra samtaka að samningaborði sumarlangt með fulltrúum fjármálaráðuneytis og síðar Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Þegar liðið var fram á haust náðust samningar um að varðveita öll þegar áunnin réttindi og smíða nýtt kerfi, áþekkt því sem var á almennum launamarkaði en með betri kjörum þó. Við samningaborðið tókum við ekki annað í mál en að iðgjöldin í nýju kerfi væru nægilega há til að ætla mætti að þau risu undir réttindum sem væru áþekk því sem gerðist í gamla kerfinu.Mikilvægur sigur Þennan varnarsigur tel ég einn merkasta sigurinn sem vannst í kjarabaráttunni á vettvangi opinberra starfsmanna á undanförnum tveimur áratugum. Mætti hafa mörg orð um þessi átök og aðdraganda þeirra. Þegar samningar höfðu náðst lagði fjármálaráðherra að nýju fram frumvarp sem byggðist á þeim. Að sjálfsögðu studdi ég frumvarpið enda hafði ég gegnt hlutverki aðalsamningamanns BSRB. En ekki voru öll kurl komin til grafar því meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vildi gera þá breytingu á frumvarpinu að þar yrði sett inn ákvæði þess efnis að lífeyrissjóðirnir yrðu lögþvingaðir til að fjárfesta jafnan þar sem ávöxtun væri mest, að vísu er einnig tekið fram að fjárfestingin þyrfti að vera traust, en þetta var meginstefið. Þegar þessi grein frumvarpsins var endanlega borin upp til atkvæða, sat ég hjá við atkvæðagreiðsluna og var þar einn á báti, en hafði uppi eftirfarandi varnaðarorð: „Hér eru greidd atkvæði um ákvæði þar sem lögbundið er að jafnan sé leitað eftir hæstu ávöxtun sem völ er á á markaði. Ég tel rangt að lögþvinga hámarksvexti með þessum hætti. Ég tel hins vegar rétt að sjóðstjórn gæti þess jafnan að leita eftir ávöxtun fjármuna sjóðsins á ábyrgan hátt. Ég get því ekki stutt þessa breytingu.“Hvers vegna ekki hámarksávöxtun? Nú má spyrja hvers vegna lífeyrissjóðirnir ættu ekki að hlaupa jafnan eftir mestu ávöxtunarmöguleikum sem byðust hverju sinni? Ástæðurnar eru að mínu mati margar. Í fyrsta lagi verða lífeyrissjóðir fyrir bragðið ótraustari bakhjarl en ella, stöðugt flöktandi og á höttunum eftir einhverju betra. Þetta hefur og verið reynslan, bæði hér á landi og erlendis í þeirri gróðavímu sem heimurinn var í upp úr aldamótum. Í öðru lagi hélt ég því jafnan fram að því meiri arðsemis- eða vaxtakröfur sem gerðar væru á hendur fyrirtækjum og fjölskyldum af hálfu fjármagnseigenda, þeim mun hættara væri við að hinir fyrrnefndu bognuðu undan byrðunum og lánveitendur kæmu því að tómum kofum á skuldadögum. Þar með fengju lífeyrisþegar ekki sitt. Þessari röksemd beitti ég jafnan þegar stjórn LSR ræddi vaxtahækkanir. Vísaði ég þá til þess hluta fyrrnefndrar lagagreinar sem kvað á um öryggið. Á það vildu fáir hlusta jafnvel þótt bent væri á að við hefðum miklum skyldum að sinna sem stærstu fjárfestar á Íslandi, sem værum fyrir bragðið fordæmisgefandi fyrir markaðinn. Þá hef ég haldið því fram að fjármagn lífeyrissjóðanna væri betur komið í samfélagslegum verkefnum sem ráðist væri í fyrir milligöngu ríkissjóðs. Sú var einmitt tíðin að megnið af fjármagni lífeyrissjóðanna rann til uppbyggingar í húsnæðiskerfinu og víðar til samfélagslega mikilvægra verkefna. Ef þann hátt ætti að hafa á dugar ekki að búa við lagaákvæði sem nánast lögþvingar okur!Ræða þarf framtíð lífeyrissjóða Þessa umræðu er nú brýnt að taka þegar framtíð lífeyrissjóðanna verður rædd sem óhjákvæmilegt er að gera. En ástæðan fyrir því að ég sé ástæðu til að skrifa þessa grein markast ekki aðeins af löngun minni til að taka þátt í umræðu um lífeyrismál til framtíðar heldur einnig til að leiðrétta rangfærslur fréttastofu Sjónvarps sem hefur verið í undarlegri vegferð í umfjöllun um lífeyrismál; búið til fréttir sem hafa átt að sannfæra fólk um að ég, öðrum fremur, beri ábyrgð á tapi Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í hruninu, á árunum 2008 til 2010 þar sem ég hafi verið stjórnarformaður LSR árið 2007! Vegna þessa fréttaflutnings mætti ég í Kastljósviðtal í Sjónvarpinu til að svara fyrir mig. Þar drýgði ég þá höfuðsynd að gagnrýna fjölmiðla fyrir skort á dýpt í fréttaflutningi um lífeyrismálin og stend ég við þá gagnrýni. Gagnrýnin féll í grýttan jarðveg og uppskeran varð sú ein að fréttastofan hefur lagst í miklar rannsóknir til að reyna að sýna fram á að ég hafi haft rangt við í þættinum.Ómerkileg fréttamennska Þannig var því slegið upp að ég hefði samþykkt lífeyrissjóðsfrumvarpið frá árinu 1996, sem ég lýsti hér að framan. Þar með virðist mér hafi átt að dæma ómerka fullyrðingu mína í Kastljósinu að ég hefði á sínum tíma andmælt lagaákvæði um hámarksávöxtun lífeyrissjóða. Ögmundur sagði „já við sjóðabraski“, sagði fréttastofa Sjónvarpsins í uppsláttarfrétt. Umfjöllun um þetta ætti ekki erindi á síður dagblaða nema fyrir þá sök að ég ætla ekki að sitja þegjandi undir því að fréttastofa Ríkisútvarpsins beri upp á mig lygar. Þekking fréttamanna Ríkisútvarpsins á störfum Alþingis á að vera nægjanlega mikil til að þeir kunni að lesa rétt í atkvæðagreiðslur á Alþingi. Hefði ég greitt atkvæði gegn lögunum í heild sinni hefði ég um leið kosið gegn samningum sem ég átti sjálfur stóran þátt í. Þess vegna gerði ég hið eina rétta í stöðunni: Andmælti í ræðustóli Alþingis því ákvæði sem ég var mótfallinn og studdi það ekki. Fréttastofa Sjónvarps hefur ekki séð sóma sinn í að leiðrétta lygabrigslin en geri ég það hér með gagnvart þeim sem þetta lesa.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun