Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi 21. febrúar 2012 01:00 Fallinn Fallinn uppreisnarmaður sést borinn til grafar á mynd sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa sent fjölmiðlum. Blaðamenn og ljósmyndarar fá ekki að koma til landsins.Fréttablaðið/AP Stjórnvöld í Sýrlandi hafa sent liðsauka að borginni Homs, sem verið hefur höfuðvígi uppreisnarmanna í landinu undanfarna mánuði. Það þykir benda til þess að linnulausum sprengjuárásum á borgina verði fylgt eftir með innrás hersins, á sama tíma og Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi í landinu. Uppreisnarmenn í Baba Amr-hverfinu í Homs heita því að berjast til síðasta blóðdropa komi til innrásar stjórnarhersins í borgina. Ástandið í hverfinu er sagt afar alvarlegt eftir sprengjuárásir hersins, en fjölmiðlafólki er meinað að kynna sér ástandið á átakasvæðunum. „Mannfallið verður gríðarlegt ef herinn reynir að taka Baba Amr," segir Rami Abdul-Rahman, formælandi breskra mannréttindasamtaka sem láta sig ástandið í Sýrlandi varða. Hann segir að átta hafi látist í árásum hersins í gær. Talsmaður Rauða krossins í Genf sagði í gær viðræður í gangi við stjórnvöld í Sýrlandi um tímabundið vopnahlé til að koma nauðþurftum til almennings á átakasvæðunum. Stjórnarherinn virðist nú stefna á að gera innrás í Homs áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fer fram um næstu helgi. Uppreisnarmenn hafa gagnrýnt þjóðaratkvæðagreiðsluna, og segja fyrirhugaðar breytingar einskis virði. „Við hvetjum fólk til að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna að engu, það er ekki hægt að ganga til atkvæða þegar stríðsátök eru í landinu," segir Omar Idilbi, talsmaður þjóðarráðs Sýrlands, búsettur í Beirút. - bj Fréttir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Stjórnvöld í Sýrlandi hafa sent liðsauka að borginni Homs, sem verið hefur höfuðvígi uppreisnarmanna í landinu undanfarna mánuði. Það þykir benda til þess að linnulausum sprengjuárásum á borgina verði fylgt eftir með innrás hersins, á sama tíma og Rauði krossinn reynir að koma á vopnahléi í landinu. Uppreisnarmenn í Baba Amr-hverfinu í Homs heita því að berjast til síðasta blóðdropa komi til innrásar stjórnarhersins í borgina. Ástandið í hverfinu er sagt afar alvarlegt eftir sprengjuárásir hersins, en fjölmiðlafólki er meinað að kynna sér ástandið á átakasvæðunum. „Mannfallið verður gríðarlegt ef herinn reynir að taka Baba Amr," segir Rami Abdul-Rahman, formælandi breskra mannréttindasamtaka sem láta sig ástandið í Sýrlandi varða. Hann segir að átta hafi látist í árásum hersins í gær. Talsmaður Rauða krossins í Genf sagði í gær viðræður í gangi við stjórnvöld í Sýrlandi um tímabundið vopnahlé til að koma nauðþurftum til almennings á átakasvæðunum. Stjórnarherinn virðist nú stefna á að gera innrás í Homs áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fer fram um næstu helgi. Uppreisnarmenn hafa gagnrýnt þjóðaratkvæðagreiðsluna, og segja fyrirhugaðar breytingar einskis virði. „Við hvetjum fólk til að hafa þjóðaratkvæðagreiðsluna að engu, það er ekki hægt að ganga til atkvæða þegar stríðsátök eru í landinu," segir Omar Idilbi, talsmaður þjóðarráðs Sýrlands, búsettur í Beirút. - bj
Fréttir Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira