Lífeyriskerfið þarf að endurmeta Ögmundur Jónasson skrifar 21. febrúar 2012 06:00 Róttækrar hugsunar er þörf til að endurskipuleggja lífeyriskerfi landsmanna. Í ljósi reynslunnar þarf að endurskoða alla stefnumótun og lagaumgjörð. Fólki mislíkar að fjármunir þess séu háðir duttlungum markaðar í þeim mæli sem nú er, en ekki nýttir til markvissarar uppbyggingar á innviðum samfélagsins eins og gert var í meira mæli fyrr á tíð. Þá er augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd er orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir um 120 milljarða á ári. Helminginn mega þeir fara með úr landi, svo framarlega sem gjaldeyrisforðinn leyfir. Hinn helminginn verða þeir að fjárfesta hér heima. Það geta þeir gert hjá ríki og sveitarfélögum, sem að mínum dómi er heppilegasti kosturinn. En eftirspurn opinberra aðila eru takmörk sett og má hugsa sér að hluti þess fjármagns sem fólk leggur til lífeyris, og byggir á sjóðsmyndun, fari til fjárfestinga í atvinnulífinu. Ég tel hins vegar að blandan í okkar lífeyriskokkteil þurfi að breytast hvað varðar ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun. Ég tel að falla eigi frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. Alamannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé. Drýgstur hluti þess fjár gæti komið úr nýjum Auðlindasjóði sem um er rætt að setja á laggirnar. En svo að það sé sagt alveg skýrt: Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Um þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að lífeyriskerfin verða að koma til endurskoðunar inn í framtíðina og ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Róttækrar hugsunar er þörf til að endurskipuleggja lífeyriskerfi landsmanna. Í ljósi reynslunnar þarf að endurskoða alla stefnumótun og lagaumgjörð. Fólki mislíkar að fjármunir þess séu háðir duttlungum markaðar í þeim mæli sem nú er, en ekki nýttir til markvissarar uppbyggingar á innviðum samfélagsins eins og gert var í meira mæli fyrr á tíð. Þá er augljóst að lífeyrissjóðakerfið í núverandi mynd er orðið of stórt fyrir íslenska hagkerfið. Lífeyrissjóðirnir fjárfesta fyrir um 120 milljarða á ári. Helminginn mega þeir fara með úr landi, svo framarlega sem gjaldeyrisforðinn leyfir. Hinn helminginn verða þeir að fjárfesta hér heima. Það geta þeir gert hjá ríki og sveitarfélögum, sem að mínum dómi er heppilegasti kosturinn. En eftirspurn opinberra aðila eru takmörk sett og má hugsa sér að hluti þess fjármagns sem fólk leggur til lífeyris, og byggir á sjóðsmyndun, fari til fjárfestinga í atvinnulífinu. Ég tel hins vegar að blandan í okkar lífeyriskokkteil þurfi að breytast hvað varðar ráðstöfun iðgjalda og aðra fjármögnun á kerfinu. Að mínu mati þarf að minnka hina markaðsvæddu sjóðsmyndun. Ég tel að falla eigi frá fyrri áformum um að draga markvisst úr vægi almannatrygginga í lífeyriskerfinu. Alamannatryggingar mætti fjármagna að hluta til með iðgjöldum sem rynnu til Almannatrygginga en einnig með skattfé. Drýgstur hluti þess fjár gæti komið úr nýjum Auðlindasjóði sem um er rætt að setja á laggirnar. En svo að það sé sagt alveg skýrt: Nýtt kerfi á ekki að byggja á afturvirkri skerðingu fyrri kerfa. Um þau samdi fólk og verður að geta gengið að þeim rétti vísum sem það iðulega fórnaði kauphækkunum til að öðlast. Það breytir því ekki að lífeyriskerfin verða að koma til endurskoðunar inn í framtíðina og ber að fagna þeirri umræðu sem nú er hafin í þessa veru.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun