Tveggja daga heimsókn SÞ til Íran skilaði ekki árangri 23. febrúar 2012 02:00 Stoltur af kjarnorkuafrekum Ali Khameini, erkiklerkur Írans, á fundi með írönskum kjarneðlisfræðingum þar sem hann sagði þeim að halda áfram sínu mikilvæga starfi.nordicphotos/AFP Sendinefnd Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segist ekki hafa haft erindi sem erfiði í tveggja daga heimsókn sinni til Írans í vikunni. Beiðni þeirra um að fá að skoða herstöðina í Parchin var hafnað af írönskum stjórnvöldum. Þá tókst ekki samkomulag um orðalag skýrslu, þar sem farið yrði yfir óleyst deilumál varðandi kjarnorkuáform Írana. „Við tókum þátt í uppbyggilegum anda, en ekkert samkomulag tókst," segir Yukiya Amano, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. „Það eru vonbrigði að Íranar féllust ekki á beiðni okkar um að heimsækja Parchin, hvorki á fyrri né seinni fundi okkar." Ali Khameini, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, ítrekaði hins vegar í gær að kjarnorkuáform landsins snerust ekki um að koma sér upp kjarnorkuvopnum, heldur væri tilgangurinn friðsamlegur. Hann sagði í sjónvarpsávarpi í gær að leiðtogar Vesturveldanna vissu fullvel „að við erum ekki á höttunum eftir kjarnorkuvopnum vegna þess að íslamska lýðveldið Íran lítur á það sem synd að eiga kjarnorkuvopn". Hann sagði Írana líta svo á að það sé bæði „gagnslaust, skaðlegt og hættulegt" að vera með slík vopn. Á hinn bóginn sagði hann að sá árangur, sem íranska þjóðin hefði náð í kjarnorkuvinnslu, hafi fært þjóðinni bæði virðingu og stolt. Auk þess færi kjarnorkuvopn þjóðinni engin völd. Vaxandi þrýstingur hefur verið á Íran frá Vesturlöndum vegna þess að írönsk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna fulla samvinnu. Jafnframt hafa orðið háværari raddir um að hugsanlega verði gerðar árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuáform þeirra. Helst hefur þá komið til tals að Ísraelar hugsi sér til hreyfings og séu jafnvel þegar farnir að undirbúa árásir á kjarnorkubúnað Írans. Nú síðast í gær hafa Rússar varað Ísraela við því að gera árás á Íran. „Að sjálfsögðu myndi hvers kyns hernaður gegn Íran hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þennan heimshluta og fyrir öll alþjóðasamskipti," sagði Gennadí Gatilov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, á blaðamannafundi í Moskvu í gær. „Ég vona að Ísraelar átti sig á öllum þessum afleiðingum," sagði hann enn fremur, „og þeir ættu einnig að hugleiða afleiðingar slíkra aðgerða fyrir sig sjálfa." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira
Sendinefnd Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar segist ekki hafa haft erindi sem erfiði í tveggja daga heimsókn sinni til Írans í vikunni. Beiðni þeirra um að fá að skoða herstöðina í Parchin var hafnað af írönskum stjórnvöldum. Þá tókst ekki samkomulag um orðalag skýrslu, þar sem farið yrði yfir óleyst deilumál varðandi kjarnorkuáform Írana. „Við tókum þátt í uppbyggilegum anda, en ekkert samkomulag tókst," segir Yukiya Amano, framkvæmdastjóri stofnunarinnar. „Það eru vonbrigði að Íranar féllust ekki á beiðni okkar um að heimsækja Parchin, hvorki á fyrri né seinni fundi okkar." Ali Khameini, erkiklerkur og æðsti leiðtogi Írans, ítrekaði hins vegar í gær að kjarnorkuáform landsins snerust ekki um að koma sér upp kjarnorkuvopnum, heldur væri tilgangurinn friðsamlegur. Hann sagði í sjónvarpsávarpi í gær að leiðtogar Vesturveldanna vissu fullvel „að við erum ekki á höttunum eftir kjarnorkuvopnum vegna þess að íslamska lýðveldið Íran lítur á það sem synd að eiga kjarnorkuvopn". Hann sagði Írana líta svo á að það sé bæði „gagnslaust, skaðlegt og hættulegt" að vera með slík vopn. Á hinn bóginn sagði hann að sá árangur, sem íranska þjóðin hefði náð í kjarnorkuvinnslu, hafi fært þjóðinni bæði virðingu og stolt. Auk þess færi kjarnorkuvopn þjóðinni engin völd. Vaxandi þrýstingur hefur verið á Íran frá Vesturlöndum vegna þess að írönsk stjórnvöld hafa ekki sýnt kjarnorkustofnun Sameinuðu þjóðanna fulla samvinnu. Jafnframt hafa orðið háværari raddir um að hugsanlega verði gerðar árásir á Íran til að stöðva kjarnorkuáform þeirra. Helst hefur þá komið til tals að Ísraelar hugsi sér til hreyfings og séu jafnvel þegar farnir að undirbúa árásir á kjarnorkubúnað Írans. Nú síðast í gær hafa Rússar varað Ísraela við því að gera árás á Íran. „Að sjálfsögðu myndi hvers kyns hernaður gegn Íran hafa skelfilegar afleiðingar fyrir þennan heimshluta og fyrir öll alþjóðasamskipti," sagði Gennadí Gatilov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, á blaðamannafundi í Moskvu í gær. „Ég vona að Ísraelar átti sig á öllum þessum afleiðingum," sagði hann enn fremur, „og þeir ættu einnig að hugleiða afleiðingar slíkra aðgerða fyrir sig sjálfa." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Fleiri fréttir Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Sjá meira