Tókst ekki að stöðva lestina í tæka tíð 23. febrúar 2012 00:30 Bjargað úr flakinu Slökkviliðsmenn bjarga særðum lestarfarþega úr flaki lestarinnar. 49 höfðu látist í gærkvöldi og yfir 600 látist. FRéttablaðið/AP Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Mestar skemmdir urðu á fremsta vagni lestarinnar, en þar hafði fjöldi farþega safnast saman til að komast sem fyrst út á stöðinni. Miklar skemmdir urðu einnig á fleiri vögnum. Rúður splundruðust og efri hluti sumra vagnanna klofnaði frá neðri hlutanum. Einn vagnanna þrýstist sex metra inn í næsta vagn á undan. „Fólk er ennþá innilokað, lifandi fólk og kannski hafa margir dáið," sagði J.P. Schiavi, samgönguráðherra Argentínu, við fréttamenn stuttu eftir að slysið varð. Lestarstjórinn var fluttur á sjúkrahús og ekki reyndist unnt að ræða við hann strax. Ekki er vitað hvað olli slysinu. „Eftir því sem við best vitum þá virkuðu bremsurnar vel á fyrri lestarstöðvum," sagði Ruben Sobrero, verkalýðsleiðtogi lestarstarfsmanna. Þetta er mannskæðasta lestarslys í Argentínu frá árinu 1970 þegar tvær lestir lentu saman á fullri ferð og 200 manns létust. Lestarkerfið í landinu þykir úr sér gengið og síðustu mánuði hafa mörg alvarleg slys átt sér stað. Í nóvember síðastliðnum ók lest á skólarútu með þeim afleiðinum að átta stúlkur létu lífið. - gb, þj Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Mestar skemmdir urðu á fremsta vagni lestarinnar, en þar hafði fjöldi farþega safnast saman til að komast sem fyrst út á stöðinni. Miklar skemmdir urðu einnig á fleiri vögnum. Rúður splundruðust og efri hluti sumra vagnanna klofnaði frá neðri hlutanum. Einn vagnanna þrýstist sex metra inn í næsta vagn á undan. „Fólk er ennþá innilokað, lifandi fólk og kannski hafa margir dáið," sagði J.P. Schiavi, samgönguráðherra Argentínu, við fréttamenn stuttu eftir að slysið varð. Lestarstjórinn var fluttur á sjúkrahús og ekki reyndist unnt að ræða við hann strax. Ekki er vitað hvað olli slysinu. „Eftir því sem við best vitum þá virkuðu bremsurnar vel á fyrri lestarstöðvum," sagði Ruben Sobrero, verkalýðsleiðtogi lestarstarfsmanna. Þetta er mannskæðasta lestarslys í Argentínu frá árinu 1970 þegar tvær lestir lentu saman á fullri ferð og 200 manns létust. Lestarkerfið í landinu þykir úr sér gengið og síðustu mánuði hafa mörg alvarleg slys átt sér stað. Í nóvember síðastliðnum ók lest á skólarútu með þeim afleiðinum að átta stúlkur létu lífið. - gb, þj
Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira