Tókst ekki að stöðva lestina í tæka tíð 23. febrúar 2012 00:30 Bjargað úr flakinu Slökkviliðsmenn bjarga særðum lestarfarþega úr flaki lestarinnar. 49 höfðu látist í gærkvöldi og yfir 600 látist. FRéttablaðið/AP Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Mestar skemmdir urðu á fremsta vagni lestarinnar, en þar hafði fjöldi farþega safnast saman til að komast sem fyrst út á stöðinni. Miklar skemmdir urðu einnig á fleiri vögnum. Rúður splundruðust og efri hluti sumra vagnanna klofnaði frá neðri hlutanum. Einn vagnanna þrýstist sex metra inn í næsta vagn á undan. „Fólk er ennþá innilokað, lifandi fólk og kannski hafa margir dáið," sagði J.P. Schiavi, samgönguráðherra Argentínu, við fréttamenn stuttu eftir að slysið varð. Lestarstjórinn var fluttur á sjúkrahús og ekki reyndist unnt að ræða við hann strax. Ekki er vitað hvað olli slysinu. „Eftir því sem við best vitum þá virkuðu bremsurnar vel á fyrri lestarstöðvum," sagði Ruben Sobrero, verkalýðsleiðtogi lestarstarfsmanna. Þetta er mannskæðasta lestarslys í Argentínu frá árinu 1970 þegar tvær lestir lentu saman á fullri ferð og 200 manns létust. Lestarkerfið í landinu þykir úr sér gengið og síðustu mánuði hafa mörg alvarleg slys átt sér stað. Í nóvember síðastliðnum ók lest á skólarútu með þeim afleiðinum að átta stúlkur létu lífið. - gb, þj Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira
Að minnsta kosti 49 létust og á sjöunda hundrað manna slösuðust í lestarslysi í gærmorgun í Buenos Aires, höfuðborg Argentínu. Eitt barn er meðal hinna látnu. Lestin kom á of miklum hraða inn á lestarstöðina Once á háannatíma og lenti af miklum krafti á fyrirstöðu við enda lestarteinanna. Mestar skemmdir urðu á fremsta vagni lestarinnar, en þar hafði fjöldi farþega safnast saman til að komast sem fyrst út á stöðinni. Miklar skemmdir urðu einnig á fleiri vögnum. Rúður splundruðust og efri hluti sumra vagnanna klofnaði frá neðri hlutanum. Einn vagnanna þrýstist sex metra inn í næsta vagn á undan. „Fólk er ennþá innilokað, lifandi fólk og kannski hafa margir dáið," sagði J.P. Schiavi, samgönguráðherra Argentínu, við fréttamenn stuttu eftir að slysið varð. Lestarstjórinn var fluttur á sjúkrahús og ekki reyndist unnt að ræða við hann strax. Ekki er vitað hvað olli slysinu. „Eftir því sem við best vitum þá virkuðu bremsurnar vel á fyrri lestarstöðvum," sagði Ruben Sobrero, verkalýðsleiðtogi lestarstarfsmanna. Þetta er mannskæðasta lestarslys í Argentínu frá árinu 1970 þegar tvær lestir lentu saman á fullri ferð og 200 manns létust. Lestarkerfið í landinu þykir úr sér gengið og síðustu mánuði hafa mörg alvarleg slys átt sér stað. Í nóvember síðastliðnum ók lest á skólarútu með þeim afleiðinum að átta stúlkur létu lífið. - gb, þj
Fréttir Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Sjá meira