Konur og börn flutt frá Homs 25. febrúar 2012 01:00 Borgarastyrjöld Sýrlenskir uppreisnarmenn í borginni Homs í átökum við herinn. nordicphotos/AFP Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörðum tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýstinginn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar", eins og þessi hópur Vesturlanda, arabaríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að ályktun fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofnunum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmálaflokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath-flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar samfélagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsamlegum mótmælum. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda sneru mótmælunum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sameinuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýsingum. Þó er vitað að fleiri hundruð manns hafa látist síðan. Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almennir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórnarhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira
Konur og börn voru flutt burt frá úthverfi sýrlensku borgarinnar Homs í gær en þá komust starfsmenn Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðinn. Sprengjuregn hefur dunið á hverfinu undanfarið og eru slasaðir blaðamenn meðal þeirra sem bíða flutnings. Hundruð stuðningsmanna Bashars al-Assad Sýrlandsforseta réðust í gær inn á hótel í Túnis þar sem fulltrúar Vesturlanda og arabaríkja ræddu leiðir til lausnar átökunum í Sýrlandi. Öryggisvörðum tókst þó að stöðva mennina. Á fundinum komu fulltrúar Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Arababandalagsins og ýmissa alþjóðastofnana sér saman um að auka enn þrýstinginn á Assad forseta. „Vinahópur sýrlensku þjóðarinnar", eins og þessi hópur Vesturlanda, arabaríkja og alþjóðastofnana nefnir sig, krefst þess í drögum að ályktun fundarins að allri valdbeitingu verði þegar í stað hætt svo hægt sé að senda fólk frá hjálparstofnunum til landsins að aðstoða fólk, sem á þar um sárt að binda eftir hörð átök síðustu vikna og mánaða. Hvorki Rússland né Kína vildu taka þátt í þessum fundi, enda eru þau andvíg því að erlend ríki blandi sér í átökin í Sýrlandi og beittu neitunarvaldi þegar ályktun þess efnis var borin undir atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna nýverið. Sýrlensk stjórnvöld efna á morgun til þjóðaratkvæðagreiðslu um breytta stjórnskipan, sem sögð er fullnægja kröfum mótmælenda um endurbætur í lýðræðisátt, meðal annars með því að afnema formlega sérstöðu stjórnmálaflokksins Baath. Í reynd styrkja breytingarnar völd Assads forseta, meðal annars vegna þess að Baath-flokkurinn hefur aðeins að nafninu til haft sterka stöðu. Völdin hafa verið hjá forsetanum og verða það áfram. Breytingarnar eru því fallnar til þess að kljúfa enn frekar samfélagið í andstæðar fylkingar, en uppreisnin gegn Assad forseta hófst fyrir tæpu ári með friðsamlegum mótmælum. Harkaleg viðbrögð stjórnvalda sneru mótmælunum fljótt upp í óeirðir og nú síðast borgarastyrjöld sem kostað hefur þúsundir manna lífið. Engar nákvæmar tölur eru um mannfallið. Í janúar sögðu Sameinuðu þjóðirnar 5.400 manns hafa látið lífið, en hafa ekki uppfært þá tölu síðan vegna þess að ekki er aðgangur að áreiðanlegum upplýsingum. Þó er vitað að fleiri hundruð manns hafa látist síðan. Uppreisnarmenn í Sýrlandi segja tölu látinna komna yfir 7.300 manns. Stór hluti þeirra eru almennir borgarar, sem linnulítið verða fyrir sprengjuárásum frá stjórnarhernum. Hundruð barna eru þar á meðal. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Sjá meira