Elsta hlaupársbarn þjóðarinnar 22 ára 29. febrúar 2012 07:30 Ragnheiður Hildigerður, elsta afmælisbarn landsins, heldur upp á 22. afmælisdaginn sinn í dag með fjölskyldu og vinum. Fréttablaðið/stefán Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjölskyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn og halda upp á hann á heimili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaupársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eldast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Haukadal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vettlingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og appelsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaupársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heilsteypt og fallegt,“ segir Ragnheiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is Hlaupársdagur Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag. „Það er auðvitað margt sem mætti vera betra, en ég á mörg góð ár að baki. Maður verður að vera bjartsýnn og líta fram á veginn, það þýðir ekkert annað. Ég á góða fjölskyldu og vini og lít á lífið björtum augum.“ Ragnheiður býr með eiginmanni sínum, Völundi Sigurjónssyni, á Sléttuvegi í Reykjavík. Hún ætlar að gera sér glaðan dag á afmælisdaginn og halda upp á hann á heimili sínu með fjölskyldu sinni og vinum. Þau hjónin eiga þrjú börn, fjögur barnabörn og sjö barnabarnabörn. „Ég er rík kona,“ segir hún. Aðspurð segist Ragnheiður ekki hugsa mikið um að vera elsta hlaupársafmælisbarn þjóðarinnar. „Kona sem ég þekkti lést nýlega og hún varð 101 árs gömul og hún var með heila hugsun fram í það síðasta. Það þarf alls ekki að vera slæmt að eldast,“ segir hún. Ragnheiður fæddist hlaupársdaginn 29. febrúar árið 1924, á bænum Litla-Vatnshorni í Haukadal. Hún segir afmælisdaga ekki hafa verið haldna hátíðlega í sveitinni þegar hún var að alast upp og gjafirnar oftast verið vettlingar eða sokkar. Hún minnist þess að hafa fengið epli og appelsínur að gjöf frá frænku sinni. Móðir Ragnheiðar gaf henni nafnið Hildigerður, sem er eftir afmælisdeginum, en í almanaki Þjóðvinafélagsins heitir hlaupársdagur Hildigerður. „Hún hélt sig alltaf við það hún móðir mín. Þetta nafn er í gildi þó ég hafi ekki notað það mikið. En það er vissulega mjög heilsteypt og fallegt,“ segir Ragnheiður Hildigerður afmælisbarn. sunna@frettabladid.is
Hlaupársdagur Eldri borgarar Tímamót Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira