Erum sátt við sjötta sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson. skrifar 8. mars 2012 06:00 hólmfríður magnúsdóttir Mynd/Fésbókarsíða KSÍ Ísland tapaði í gær fyrir Danmörku, 3-1, í leik um fimmta sætið á Algarve-æfingamótinu í Portúgal. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands. Liðið komst alla leið í úrslit í fyrra en í ár tapaði liðið öllum leikjum sínum nema einum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er sáttur við niðurstöðuna enda settu forföll og meiðsli lykilmanna stórt strik í reikninginn að þessu sinni. „Ég er að mestu leyti sáttur við mótið," segir Sigurður Ragnar. „Við eigum okkar mikilvægasta leik í undankeppni EM fram undan – gegn Belgíu í byrjun apríl – og margir leikmenn enn á undirbúningstímabilum með sínum liðum. Þetta mót nýttist því vel til að sjá hvernig leikmenn standa og hverjir væru tilbúnir fyrir leikinn gegn Belgum." Flestar bestu þjóðir heims taka þátt í Algarve-mótinu og var Ísland í sterkum riðli. Sigurður Ragnar sagði ýmislegt gott við frammistöðu Íslands þrátt fyrir þrjá tapleiki. „Ég var ánægður með fyrsta leikinn sem var gegn Þýskalandi. Við töpuðum að vísu 1-0 en spiluðum góða vörn gegn Evrópumeisturunum. Það var helst að ég var ósáttur við fyrri hálfleikinn gegn Svíum en þar var varnarleikurinn alls ekki góður. Seinni hálfleikurinn var svo fínn," segir Sigurður Ragnar. Hann var svo ánægður með 1-0 sigurinn gegn Kína á mánudaginn en segir að leikmenn hafi verið þreyttir gegn Dönum í gær. Meiðsli hafi líka sett strik í reikninginn. „Ég valdi 21 leikmann í landsliðshópinn fyrir þessa ferð en var svo bara með þrjá nothæfa varamenn á bekknum í þessum leik. Ég hef aldrei lent í svo miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna síðan ég tók við liðinu," segir Sigurður Ragnar. „Það jákvæða er þó að óreyndir leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig og sumir þeirra stóðu sig mjög vel og stimpluðu sig mjög vel inn í landsliðið með sinni frammistöðu. Elísa Ósk Viðarsdóttir stóð sig vel, Rakel var góð í hægri bakverðinum og Guðný Björk Óðinsdóttir var góð. Ég var ekki bara að horfa á úrslitin heldur að finna rétta liðið fyrir leikinn gegn Belgíu." Sigurður Ragnar hefur ekki afskrifað neinn leikmann fyrir leikinn gegn Belgíu þrátt fyrir meiðslin. „Auðvitað er ástand þeirra leikmanna misjafnt en ég bind vonir við að flestir verði búnir að jafna sig fyrir leikinn." Hann segist sáttur við sjötta sætið á Algarve. „Þetta er mjög sterkt mót og öll liðin fyrir ofan okkar eru hærra skrifuð en við. Það er meira að segja eitt lið fyrir neðan okkur sem er hærra skrifað [Noregur]. Við verðum að vera sátt við það." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira
Ísland tapaði í gær fyrir Danmörku, 3-1, í leik um fimmta sætið á Algarve-æfingamótinu í Portúgal. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði mark Íslands. Liðið komst alla leið í úrslit í fyrra en í ár tapaði liðið öllum leikjum sínum nema einum. Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari er sáttur við niðurstöðuna enda settu forföll og meiðsli lykilmanna stórt strik í reikninginn að þessu sinni. „Ég er að mestu leyti sáttur við mótið," segir Sigurður Ragnar. „Við eigum okkar mikilvægasta leik í undankeppni EM fram undan – gegn Belgíu í byrjun apríl – og margir leikmenn enn á undirbúningstímabilum með sínum liðum. Þetta mót nýttist því vel til að sjá hvernig leikmenn standa og hverjir væru tilbúnir fyrir leikinn gegn Belgum." Flestar bestu þjóðir heims taka þátt í Algarve-mótinu og var Ísland í sterkum riðli. Sigurður Ragnar sagði ýmislegt gott við frammistöðu Íslands þrátt fyrir þrjá tapleiki. „Ég var ánægður með fyrsta leikinn sem var gegn Þýskalandi. Við töpuðum að vísu 1-0 en spiluðum góða vörn gegn Evrópumeisturunum. Það var helst að ég var ósáttur við fyrri hálfleikinn gegn Svíum en þar var varnarleikurinn alls ekki góður. Seinni hálfleikurinn var svo fínn," segir Sigurður Ragnar. Hann var svo ánægður með 1-0 sigurinn gegn Kína á mánudaginn en segir að leikmenn hafi verið þreyttir gegn Dönum í gær. Meiðsli hafi líka sett strik í reikninginn. „Ég valdi 21 leikmann í landsliðshópinn fyrir þessa ferð en var svo bara með þrjá nothæfa varamenn á bekknum í þessum leik. Ég hef aldrei lent í svo miklum vandræðum vegna meiðsla leikmanna síðan ég tók við liðinu," segir Sigurður Ragnar. „Það jákvæða er þó að óreyndir leikmenn fengu tækifæri til að spreyta sig og sumir þeirra stóðu sig mjög vel og stimpluðu sig mjög vel inn í landsliðið með sinni frammistöðu. Elísa Ósk Viðarsdóttir stóð sig vel, Rakel var góð í hægri bakverðinum og Guðný Björk Óðinsdóttir var góð. Ég var ekki bara að horfa á úrslitin heldur að finna rétta liðið fyrir leikinn gegn Belgíu." Sigurður Ragnar hefur ekki afskrifað neinn leikmann fyrir leikinn gegn Belgíu þrátt fyrir meiðslin. „Auðvitað er ástand þeirra leikmanna misjafnt en ég bind vonir við að flestir verði búnir að jafna sig fyrir leikinn." Hann segist sáttur við sjötta sætið á Algarve. „Þetta er mjög sterkt mót og öll liðin fyrir ofan okkar eru hærra skrifuð en við. Það er meira að segja eitt lið fyrir neðan okkur sem er hærra skrifað [Noregur]. Við verðum að vera sátt við það."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti „Fannst við eiga vinna leikinn” Körfubolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Fótbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra Körfubolti Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Sjá meira