LÍ segir útilokað að lagarökin standist 8. mars 2012 07:00 Landlæknir vill fá lista yfir allar konur sem fengið hafa sílikonpúða í brjóst sín hér á landi síðan árið 2006. Nordicphotos/afp Læknafélag Íslands segir rök landlæknis er varða afhendingu á lista yfir konur með sílikonbrjóst ónæg. Persónuvernd úrskurðar í næstu viku. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að slíkur gagnagrunnur verði gerður þar í landi. Læknafélag Íslands (LÍ) segir útilokað að fallast á að eftirlit landlæknisembættisins með PIP-málinu svokallaða eigi að felast í því að fylgjast með hvort konurnar sem hafa fengið púðana í sig mæti í ómskoðun hjá Krabbameinsfélaginu. Landlæknir hefur meðal annars fært þau rök fram til að fá afhentan lista frá Jens Kjartanssyni lýtalækni yfir nöfn og kennitölur kvenna sem hafa fengið umræddar fyllingar í brjóst sín. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umsögn LÍ til Persónuverndar vegna kröfu landlæknis um að fá afhent nöfn kvennanna. LÍ gagnrýnir þau lagalegu rök landlæknisembættisins að listinn sé nauðsynlegur fyrir embættið til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Þá hefur landlæknir einnig krafist þess að fá lista yfir allar þær konur sem fengið hafa sílikonfyllingar í brjóst sín hér á landi síðan árið 2006. Persónuvernd á annars vegar að úrskurða hvort lýtalæknum beri skylda til að afhenda þann lista. Hins vegar snýr málið að Jens Kjartanssyni lýtalækni og lista hans yfir þær konur sem fengið hafa PIP-púða frá honum síðan árið 2000 og fengið hafa boð um brottnám púðanna á Landspítalanum. Málin verða lögð fyrir stjórn Persónuverndar í næstu viku. Alls fengu 393 konur með PIP-púða boð um að koma í ómskoðun hjá Krabbameinsfélaginu. Af þeim hefur 221 komið í ómskoðun og greindist leki hjá 126 eða 57 prósentum þeirra. sunna@frettabladid.is PIP-brjóstapúðar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Læknafélag Íslands segir rök landlæknis er varða afhendingu á lista yfir konur með sílikonbrjóst ónæg. Persónuvernd úrskurðar í næstu viku. Lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hefur ákveðið að slíkur gagnagrunnur verði gerður þar í landi. Læknafélag Íslands (LÍ) segir útilokað að fallast á að eftirlit landlæknisembættisins með PIP-málinu svokallaða eigi að felast í því að fylgjast með hvort konurnar sem hafa fengið púðana í sig mæti í ómskoðun hjá Krabbameinsfélaginu. Landlæknir hefur meðal annars fært þau rök fram til að fá afhentan lista frá Jens Kjartanssyni lýtalækni yfir nöfn og kennitölur kvenna sem hafa fengið umræddar fyllingar í brjóst sín. Þetta er meðal þess sem kemur fram í ítarlegri umsögn LÍ til Persónuverndar vegna kröfu landlæknis um að fá afhent nöfn kvennanna. LÍ gagnrýnir þau lagalegu rök landlæknisembættisins að listinn sé nauðsynlegur fyrir embættið til að sinna eftirlitshlutverki sínu. Þá hefur landlæknir einnig krafist þess að fá lista yfir allar þær konur sem fengið hafa sílikonfyllingar í brjóst sín hér á landi síðan árið 2006. Persónuvernd á annars vegar að úrskurða hvort lýtalæknum beri skylda til að afhenda þann lista. Hins vegar snýr málið að Jens Kjartanssyni lýtalækni og lista hans yfir þær konur sem fengið hafa PIP-púða frá honum síðan árið 2000 og fengið hafa boð um brottnám púðanna á Landspítalanum. Málin verða lögð fyrir stjórn Persónuverndar í næstu viku. Alls fengu 393 konur með PIP-púða boð um að koma í ómskoðun hjá Krabbameinsfélaginu. Af þeim hefur 221 komið í ómskoðun og greindist leki hjá 126 eða 57 prósentum þeirra. sunna@frettabladid.is
PIP-brjóstapúðar Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira