Taldi að með því að taka yfir Glitni myndi ríkið fella alla bankana 10. mars 2012 07:00 tryggvi þór herbertsson vísir/gva Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa." Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið," sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönkunum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráðgjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun," sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur" og viljað gera þessar breytingar seinna. Fréttir Landsdómur Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, sem var efnahagsráðgjafi Geirs H. Haarde frá ágúst og fram í miðjan október 2008, var mjög á móti Glitnisleiðinni svokölluðu og ræddi tillögur um endurskipulagningu og sölu eigna við bankana í ágúst 2008. Þetta kom fram fyrir Landsdómi í gær. Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarsaksóknari spurði Tryggva um Glitnishelgina svokölluðu í lok september 2008, þegar ákveðið var að ríkið tæki 75% hlut í Glitni og legði honum til 800 milljónir evra. Aðspurður um hvernig honum hafi hugnast þessi leið sagði Tryggvi: „mér hugnaðist hún illa." Hann hafi bent á að ef þessi leið yrði farin myndu Stoðir, áður FL Group, fara á hausinn og í kjölfarið flestir bankar og stór eignarhaldsfélög á Íslandi. „Þetta var allt svo samofið," sagði Tryggvi. Honum fannst þeir sem stóðu að framkvæmd Glitnisleiðarinnar ekki vera að gera sér grein fyrir afleiðingum hennar. Vegna fyrra starfs síns sem forstjóra fjárfestingabankans Aska Capital hafði Tryggvi, að eigin sögn, betri vitneskju um hversu víðtækar krossveðsetningar voru í bankakerfinu. Tryggvi sagði að sér virtist sem menn hefðu ekki verið farnir að ræða um hvernig standa ætti að greiðslumiðlun ef bankarnir féllu fyrr en daginn fyrir neyðarlagasetningu. Seðlabankinn hafi verið búinn að undirbúa nokkuð vel speglun á innlendri greiðslumiðlun yfir til sín frá bönkunum, enda gerði sérstaða reiknistofu bankanna það mjög gerlegt. Hins vegar virtist honum sem að það væri ekki búið að hugsa mikið um erlenda greiðslumiðlun bankanna á þessum tíma. Tryggvi hafi þá lagt til að bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan myndi sjá um hana fyrir Ísland til að byrja með. Sá sem fór fyrir ráðgjafahópi bankans á Íslandi fór að sögn Tryggva með bónina í hæstu hæðir. „Mér skilst að það hafi endað með því að Jamie Dimon [forstjóri JP Morgan] hafi samþykkt að þeir myndu sjá um greiðslumiðlun," sagði Tryggvi. Aðgerðir til að minnka efnahagsreikning bankanna voru helsta verkefni Tryggva eftir að hann kom til starfa sem efnahagsráðgjafi Geirs, í byrjun ágúst 2008. Hann sagðist hafa hitt bankastjóra og eigendur bankana til að ræða aðgerðir í þá átt. Rætt var um útfærslur á því að sameina Glitni og Landsbankann og færa starfsemi þeirra erlendis í félag í eigu Kaupþings, og selja svo eignir eins og hægt væri. Tryggvi sagði að fyrirstaða hafi verið til staðar hjá helstu eigendum Glitnis, en að það hefði verið hægt að þvinga þá til að spila með ef Landsbankinn samþykkti. Kaupþing hafi verið tilbúið að taka yfir allar norrænu eignirnar. Helsti eigandi Landsbankans hafi verið „kaldur" og viljað gera þessar breytingar seinna.
Fréttir Landsdómur Mest lesið Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira